Rosa Luxemburg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Stytta af Rósu Luxemburg.

Rosa Luxemburg (pólska: Róża Luksemburg; 5. mars 187115. janúar 1919) var pólskur byltingarsinni og róttækur kenningasmiður. Hún var hugmyndafræðingur félagslegs lýðræðisflokks pólska konungdæmisins en varð síðar virk í þýska sósíaldemókrataflokknum og síðar í Sjálfstæða sósíaldemókrataflokknum. Hún varð þýskur ríkisborgari 1898 þegar hún giftist Gustav Lübeck. Eftir að þýskir sósíaldemókratar studdu þátttöku Þýskalands í Fyrri heimsstyrjöldinni stofnaði hún Spartakusarsamtökin (Spartakusbund) ásamt Karli Liebknecht sem síðar varð kommúnistaflokkur Þýskalands. Samtökin tóku þátt í misheppnaðri byltingartilraun í Berlín árið 1919 sem var barin niður af vopnuðum herflokkum uppgjafarhermanna. Rosa var handtekin ásamt hundruðum annarra, pyntuð og drepin. Frá þeim tíma hefur verið litið á hana sem einn af píslarvottum kommúnismans.

Kvenréttindi[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1910 var haldin alþjóðleg ráðstefna Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna undir nafninu Vinnandi konur. Þar stuðluðu Rosa Luxemburg og Clara Zetkin, kvenréttindakona og leiðtogi kvennadeildar þýska jafnaðamannaflokksins sem lagði fram tillöguna, að því að stofnaður yrði alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Ráðstefnan, sem sótt var af yfir 130 konum frá 16 löndum, samþykkti tillöguna samhljóma. Í dag er þessi dagur haldin 8. mars ár hvert.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.