Fara í innihald

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Clara Zetkin og Rosa Luxemburg árið 1910

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur þann 8. mars. Í Bandaríkjunum var fyrst haldinn hátíðlegur baráttudagur kvenna þann 28. febrúar 1909 og tengdist það bandaríska jafnaðarflokknum. Fram til ársins 1913 héldu bandarískar konur daginn hátíðlegan síðasta sunnudag í febrúar.

1910 var haldin alþjóðleg ráðstefna Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna undir nafninu Vinnandi konur í Kaupmannahöfn. Þar lagði Clara Zetkin, kvennréttindakona og leiðtogi kvennadeildar þýska jafnaðamannaflokksins, fram þá tillögu að stofnaður yrði alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Ráðstefnan, sem sótt var af yfir 130 konum frá 16 löndum, samþykkti tillöguna samhljóma.

Hvaða dag skildi halda upp á Alþjóða baráttudag kvenna var ekki ákveðið á ráðstefnunni en samt ákveðið að hann skyldi vera á sunnudegi þar sem það var eini frídagur verkakvenna í þá daga. Því voru dagsetningar nokkuð breytilegar fyrstu árin en þó alltaf í mars. Fyrstu árin voru baráttumál kvennadagsins kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna.

Fyrstu löndin til að halda upp á daginn meðal sósíalískra kvenna voru Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og Sviss þann 19. mars árið 1911. Árið 1912 bættust Svíþjóð, Frakkland og Holland við og 1913 Tékkóslóvakía og Rússland. 1914 safnaðist fjöldi kvenna saman í Þýskalandi 8. mars og var það upphafið að stórum mótmælafundum og kröfugöngum verkamanna og –kvenna sem stóðu í heila viku. Árið 1917 gerðu konur í Pétursborg verkfall til að krefjast betri kjara og friðar. Þrátt fyrir almenn mótmæli stjórnmálamanna héldu konurnar sínu striki. Þennan dag bar upp á 8. mars og fjórum dögum síðar sagði keisarinn af sér og bráðabirgðastjórn veitti konum kosningarétt.

Hér á landi var dagsins sennilega fyrst minnst á árshátíð Kvenfélags Sósíalistaflokksins 8. mars 1948, sem stofnað var árið 1939.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]

Um 8. mars á vef Kvennasögusafns Íslands.