Robin Lynn Macy

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Robin Lynn Macy (fædd 1958) er bandarískur tónlistarmaður, kennari og garðyrkjumaður. Hún er þekktust fyrir að hafa tekið þátt í því að stofna hljómsveitina Dixie Chicks.

Macy var virk í bluegrassheiminum í Dallas upp úr 1980 ásamt því að hún vann sem stærðfræðikennari við St. Mark's School of Texas. Hún var í hljómsveitinni Danger in the Air sem gaf út tvær plötur. Þegar hún var 33 ára tók hún þátt í því að stofna hljómsveitina Dixie Chicks en hélt áfram að starfa með Danger in the Air. Í Dixie Chicks lék hún á gítar, söng að hluta aðalrödd og samdi einstaka lag.

Macy hætti í Dixie Chicks á seinni hluta 1992 eftir deilur við Erwin-systur um hvernig tónlist hljómsveitin ætti að leika. Macy stóð í þeirri meiningu að þær ættu að leita í átt að „hreinni“ bluegrasstónlist. Þá breyttust Dixie Chicks í tríó.

  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.