Laura Lynch

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Laura Lynch (fædd 18. nóvember 1958 er bandarískur tónlistarmaður og lagahöfundur. Hún er þekktust fyrir að vera einn af stofnendum hljómsveitarinnar The Chicks.

Ævisaga[breyta | breyta frumkóða]

Laura Lynch er sjálfskipuð „kúrekastelpa“. Hún spilar á kontrabassa og er einstæð móðir. Lynch tók þátt í tónleikaferðalagi um Japan í hljómsveit sem kallaði sig Texas Rangers.

Heima í Texas tók hún þátt í því að stofna hljómsveitina Dixie Chicks þegar hún var 33 ára. Hún spilaði á bassa, tók þátt í aðalröddum og samdi einstaka lag. Robin Lynn Macy, söngkona og gítarleikari, og systurnar Emily Erwin og Martie Erwin voru einnig í hljómsveitinni.

  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.