Forseti Ísraels
Útlit
Forseti Ísraels (hebreska: נשיא המדינה, Nesi HaMedina, þýðing ríkisforseti) er þjóðhöfðingi Ísraels. Staðan er að mestu leyti táknræn, Forsætisráðherra hefur framkvæmdavald. Um þessar mundir er forsetinn Isaac Herzog sem tók við embætti 7. júlí 2021. Knesset, þjóðþing Ísraels, kýs forsetann til sjö ára og getur hann einungis setið í eitt kjörtímabil.