Regla Cramers

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Regla Cramers er aðferð í línulegri algebru til þess að leysa línuleg jöfnuhneppi. Látum A vera n×m fylki og b vera vigur af stærðinni n. Þá segir regla Cramers að finna megi lausn jöfnuheppisins Ax = b með því að:

x_i = \frac{\det{B_i}}{\det{A}}

þar sem að B_i er fylkið A, með i-ta dálkvigrinum skipt út fyrir vigurinn b.