Fara í innihald

Pierre Samuel du Pont de Nemours

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pierre Samuel du Pont de Nemours

Pierre Samuel du Pont de Nemours (14. desember 1739 - 6. ágúst 1817) var franskur rithöfundur, hagfræðingur og stjórnmálamaður. Hann er þekktastur fyrir framlög sín til búauðgisstefnunar sem var frönsk efnahagsstefna sem átti sér stað frá árunum 1757 til 1776. [1]

Framlög til búauðgisstefnunnar

[breyta | breyta frumkóða]

Snemma á ferlinum vakti du Pont athygli François Quesnay. Árin 1765-1767 var hann ritstjóri Gazette du Commerce og frá 1769 Ephémérides du Citoyen. Ritið hans Phisyocratie (Du Pont 1767) var ef til vill besta rit um kenningar búauðgisstefnunnar sem skrifað hafði verið. Du Pont gætti sérstakrar varúðar við að útskýra félagsleg velferðaráhrif stefnunnar.[2]

Du Pont útskýrði kenningar búauðgisstefnunnar. Skrif hans vöktu athygli menntamanna eins og Voltaire og Turgot ásamt því að hafa mikil áhrif á Adam Smith með bókinni sinni Physiocracy þar sem hann studdi lága tolla og frjáls viðskipti milli þjóða. [3]

Stjórnmálaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Du Pont var mjög virkur í stjórnmálum og starfaði sem ráðgjafi hjá mörgum stjórnmálamönnum. Árið 1774 fór hann til Póllands þar sem hann vann sem heiðursráðsmaður undir pólska konungnum Stanisław II August. Hann fór svo seinna aftur til Frakklands þar sem hann vann undir nánum vini sínum A.R.J Turgot sem einkaritari og ráðgjafi. Seint á áttunda áratugnum var hann efnahagsráðgjafi Jacques Necker og í kringum 1780 tók hann þátt í samningaviðræðum sem leiddu til ensk-franska viðskiptasáttmálans nefndur Eden Agreement frá 1786. Seinna varð hann megin fjármála- og efnahagsráðgjafi Turgot. [3]

Á tímum frönsku byltingunnar var Du Pont stuðningsmaður frönsku konungsfjölskyldunnar og var einn af þeim sem persónulega verndaði Loðvík 16. og Maríu Antonettu frá múgi sem reyndi að setjast um höllina Tuileries í París 10 ágúst 1792. Du Pont ásamt öllum þeim sem aðstoðuðu konungsfjölskylduna voru dæmd til dauða en Du Pont var látinn laus þegar Robespierre féll frá 28. júlí 1794.[4]

Störf í Bandaríkjunum

[breyta | breyta frumkóða]

Du Pont ásamt fjölskyldu sinni fór til Bandaríkjanna þar sem hann myndaði góð sambönd við Thomas Jefferson. Du Pont var einhvers konar tengiaðili milli Frakklands og Bandaríkjanna á tímum Napóleons. Du Pont var einnig sá sem kom með hugmyndina af því sem varð svo seinna Louisiana kaupin.[4]

Sonur hans Éleuthére, ásamt Antoine Lavoiser stofnuðu svo seinna með fyrirtækið DuPont sem framleiddi byssupúður. Þetta fyrirtæki myndi svo verða að eitt af því stærsta í Bandaríkjunum og var skráð á opin hlutabréfamarkað 1. september 2017.[5]

  1. „Dupont de Nemours“. www.hetwebsite.net. Sótt 14. september 2022.
  2. Handbook of the history of economic thought : insights on the founders of modern economics. Jürgen G. Backhaus. New York, NY: Springer. 2012. ISBN 978-1-4419-8336-7. OCLC 761868679.
  3. 3,0 3,1 „Pierre Samuel du Pont de Nemours - New World Encyclopedia“. www.newworldencyclopedia.org. Sótt 14. september 2022.
  4. 4,0 4,1 „Pierre-Samuel du Pont | French economist | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 14. september 2022.
  5. „Dupont Company | Encyclopedia.com“. www.encyclopedia.com. Sótt 14. september 2022.