Spjall:Opinbert tungumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hví gæti ríki ekki sett venjuleg lög sem segja til um opinbert tungumál í stað þess að setja það í stjórnarskrá? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 22:02, 20 sep 2004 (UTC)

Því það er of auðvelt að breyta þeim. Síðan er stjórnarskráin stjórnskipunarlög, þ.e.a.s. grunnlög landsins og lög um opinber tungumál eru of mikilvæg til að hafa sem almenn lög. Það hafa samt komið frumvörp um að skilgreina íslensku sem opinbert tungumál Íslands, en þau hafa ekki farið í gegnum allt lagaferlið. - Svavar L 22:10, 20 sep 2004 (UTC)

Varðandi hina nýju skilgreiningu Biekko[breyta frumkóða]

opinbert tungumál er tungumál sem sett er á sérstakan stall.... Mér finnst þetta allt of víð skilgreining, segjum svo að skv. einhverjum lögum í bandaríkjunum fengju skólar sérstakan styrk ef þeir kenndu á gömlu indjánamálunum, þau væru þá sett á sérstakan stall skv. þessari setningu og væru þar með opinbert tungumál í viðkomandi fylki, sem augljóslega er ekki rétt.

Þar að auki, svo talað sé um heimildir, skilgreiningin út frá stjórnarskrám var tekin út með þeirri skýringu að fyrir henni væri ekki heimild, hver er þá heimildin fyrir þessari nýju útgáfu? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 14:03, 8 mar 2005 (UTC)

Það er rétt hjá Ævari að þetta er víð skilgreining, annarsstaðar hef ég séð þrönga skilgreiningu þar sem opinbert tungumál telst einungis vera það sem er skilgreint sem slíkt í stjórnarskrá. Hvort er réttara? Hvorugt! Tölvumenntað fólk eins og Ævar vilja oft sjá heiminn í 0 og 1 þar sem allt er annaðhvort eða... Það á ekki við hér, það getur vel verið mismunandi skilgreining á hugtakinu í hverju landi fyrir sig, allt frá þessari níðþröngu stjórnarskrárskilgreiningu að mun víðari skilgreiningu þar sem tungumál getur talist opinbert eingöngu á grundvelli venju án þess að það sé skrifað nokkurstaðar. --Bjarki Sigursveinsson 14:45, 8 mar 2005 (UTC)
Ég vil bara taka undir með Biekko. Mér þykri víð skilgreining eiga betur við en þröng í þessu tilfelli. En til að einfalda hlutina væri hægt að segja af þessu túlkunarvandamáli með hvað er opinbert tungumál í greininni sjálfri og nota t.d. í landatöflum bara "þjóðtunga" í staðin? --Sterio 15:14, 8 mar 2005 (UTC)
Styð það, jafnvel bara "tungumál", held að það þurfi ekkert að vera flóknara. --Bjarki Sigursveinsson 15:40, 8 mar 2005 (UTC)
Ég held að orðið opinbert sé að rugla hérna, er opinbert endilega einhver yfirlýsing frá stjórnvöldum? Skv. orðabók er um að ræða eitthvað sem er almennt vitað, kunnugt eða uppvíst, eitthvað sem að allir hafa aðgang að. Ástæðan fyrir því að íslenska er ekki fyrir löngu skilgreind neinstaðar í lögum sem opinbert tungumál er líklegast bara vegna þess að tungumálið er augljóslega algengasta tungumálið, þar með opinbert. Það þarf ekki að vera skrifað einhverstaðar að íslenska sé þjóðtunga til að það sé opinbert að mínu mati, það er bara spurning um formsatriði. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:13, 8 mar 2005 (UTC)