Fara í innihald

Morðið á Robert F. Kennedy

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Robert að fagna sigrinum í Kaliforníu örfáum mínútum fyrir morðið.

Morðið á Robert F. Kennedy átti sér stað á Ambassador-hótelinu í Los Angeles í Kaliforníuríki þann 5. júní 1968. Þar var Robert myrtur af palestínska innflytjendanum Sirhan Sirhan, og lést hann daginn eftir. Robert var fluttur á sjúkrahús og fór í aðgerð strax eftir á og var hann úrskúrðaður látinn 25 klukkustundum eftir morðið.

Robert F. Kennedy var bandarískur stjórnmálamaður, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og öldungardeildarþingmaður sem að tók þátt í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 1968. Þrír voru að sækjast eftir tilnefingunni, en það voru Kennedy, Hubert Humphrey og Eugene McCarthy. Þann 5. júní vann Robert forval flokksins í Kaliforníu og var hann efstur í kapphlaupinu um tilnefningunna er hann var myrtur. Kennedy var bróðir fyrrum Bandaríkjaforseta, John F. Kennedy sem að var einnig myrtur árið 1963.

Robert var staddur á hótelinu til þess að að halda ræðu og fagna með stuðningsmönnum sínum. Eftir ræðuna ætlaði Robert út úr hótelinu og fór í gegnum eldhús hótelsins, þar sem að hann var að heilsa hinum sautján ára Juan Romero, sem að var starfsmaður eldhússins. Á meðan Robert var að heilsa honum var hann skotinn nokkrum sinnum af Sirhan Sirhan og féll hann því í gólfið.

Sirhan játaði á sig morðið og var dæmdur til dauða árið 1969, en dómnum var síðar breytt í lífstíðarfangelsi. Sirhan hafði verið stuðningsmaður Kennedy en hafði snúist gegn honum þar sem hann hafði þótt hallur undir Ísraelsríki og hafði átt þátt í sölu 50 orrustuþota til Ísraela.

Morðið hefur verið bendlað við ýmsar samsæriskenningar, rétt eins og morðið á John F. Kennedy árið 1963. Sumar samsæriskenningar segja að alríkislögreglan hafi átt einhvern hlut eða alla sökina á morðinu. Árið 1973 mun alríkislögreglumaðurinn, David Sanchez Morales hafa viðurkennt að alríkislögreglan bæri ábyrgð á morðinu á JFK og á RFK, en mjög erfitt er að sanna þetta.[1] Árið 2023 sagði Robert F. Kennedy Jr., sonur Roberts í viðtali að Sirhan átti enga sök á morðinu og að Eugene Thane Cesar, lífvörður Kennedys hafi átt sök á morðinu.[2]

Morðið á Robert F. Kennedy er eitt af „morðunum fjórum“ sem að voru framin í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum. En hin morðin voru morðið á John F. Kennedy árið 1963, morðið á Malcolm X árið 1965 og morðið á Martin Luther King árið 1968.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Staff, Guardian (20. nóvember 2006). „Did the CIA kill Bobby Kennedy?“. the Guardian (enska). Sótt 7. september 2024.
  2. Club Random Podcast (25. júní 2023), Robert F. Kennedy Jr. | Club Random with Bill Maher, sótt 7. september 2024