Meiji-tímabilið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Saga Japans

Orðalisti

Meiji-tímabilið var tímabil umbyltingar í japönsku þjóðlífi. Japanskeisari tók völdin í sínar hendur. Mutsuhito, síðar Meiji keisari, keisari hinnar upplýstu stjórnar, ríkti frá 1867 til 1912. Tímabilið hófst á Meiji-byltingunni (明治維新, Meiji-ishin) sem átti sér stað á árunum 1866-1869, þ.e. meðan andspyrna Sjogúnstjórnarinnar og íhaldsmanna var brotin á bak aftur. Byltingin var hvati að iðnvæðingu Japans.

Ryoma, sjálfur frá Shikoku, fékk til samstarfs við sig Takamori, frá Kyushu, og Takayoshi, frá vestur-Honshu, og settu þeir sig upp á móti veldi Sjogúnstjórnarinnar. Meiji umbæturnar hófust eftir komu Matthew C. Perry og svörtu skipanna 8. júlí 1853. Perry neyddi Sjóguninn til að skrifa undir friðar- og vináttu samning 31. mars 1854, samningurinn batt enda á einhliða einangrun Japans, sem leiddi svo til undirritunar Harris-samkomulagsins um vinskap og viðskipti 29. júlí 1858. Hvorttveggja keisarinn og Sjóguninn voru andvígir opnun Japan.

Áhrifamenn í upphafi Meiji-tímabilsins:


  Þessi Japans-tengd grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.