Fara í innihald

Blásólir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Meconopsis)
Garðablásól Meconopsis betonicifolia
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sóleyjabálkur (Ranunculales)
Ætt: Draumsóleyjaætt (Papaveraceae)
Ættkvísl: Meconopsis
Vig.[1]
Einkennistegund
Meconopsis regia
G.Taylor (typ. cons.)[1]

Blásólir (fræðiheiti: Meconopsis[2]) er ættkvísl með tæplega 100 tegundir jurta ættuðum frá Asíu (Kína, Bútan, Myanmar, Nepal, Pakistan, Indland, Bangladesh).[3] Fjöldi tegunda er á reiki, en margar tegundanna blandast auðveldlega og eru frá óaðgengilegum svæðum auk þess að nokkur fjöldi tegunda deyr eftir blómgun, sem getur valdið vandræðum við að viðhalda þeim í grasagörðum.

Þær eru vinsælar í görðum vegna stórra blómanna og oft skærra litanna, en það er helst garðablásól og áþekkar fjölærar tegundir. Þær eru flestar frá hátt í Himalajafjöllum og þrífast því sumar betur á Íslandi en víða annarsstaðar.

Upphaflega var ættkvíslin stofnuð með aðeins eina tegund; gulsól (Meconopsis cambrica), sem var þá um leið einkennistegund ættkvíslarinnar.[4] Nýlegar erfðagreiningar hafa nú leitt í ljós að sú tegund á fremur heima undir venjulegum valmúum (Papaver) undir heitinu Papaver cambricum.[5] Vanalega er þá ættkvíslarnafnið þá lagt niður, en vegna þess hve það hefur orðið fast í sessi, þá var kóngablásól látin vera einkennistegund í staðinn.[6][1] Ekki er þó enn bitið úr nálinni með flokkunina, því sumir grasafræðingar leggja til að færa ættkvíslina í heild sinni undir Papaver, en skyldleiki tegunda valmúa virðiust liggja sitt hvoru megin við blásólir.[7]

Tegundir og skifting

[breyta | breyta frumkóða]

Xiao og Simpson skiftu Meconopsis í fjórar deildir 2017 eftir erfðarannsóknir, auk þess færðu þeir Meconopsis sect. Eucathcartia (Clade V) í ættkvíslina Cathcartia.[8]

  • Meconopsis sect. Meconopsis
  • Meconopsis sect. Aculeatae Fedde
  • Meconopsis sect. Primulinae Fedde
  • Meconopsis sect. Grandes Fedde

Eftirfarandi tegundum var lýst eftir flokkun Xiao og Simpson:[9]

Xiao og Simpson settu fjórar fyrrum Meconopsis tegundir í ættkvíslina Cathcartia:[8]

Eftirfarandi blendingar eru í ræktun:

http://meconopsisworld.blogspot.com/

https://themeconopsisgroup.org/

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 Meconopsis Vig.“. The International Plant Names Index. Sótt 31. janúar 2021.
  2. „Meconopsis Vig. | COL“. www.catalogueoflife.org. Sótt 23. janúar 2024.
  3. „Meconopsis Vig. | Plants of the World Online | Kew Science“. Plants of the World Online (enska). Sótt 23. janúar 2024.
  4. Viguier, L.G.A. (1814). Histoire Naturelle, médicale et économique des Pavots et des Argémones (D.Med. thesis) (franska og latína). University of Montpellier. Sótt 2. febrúar 2021. pp. 48–49.
  5. Liu, Yu-Cheng; Liu, Ya-Nan; Yang, Fu-Sheng & Wang, Xiao-Quan (2014). „Molecular Phylogeny of Asian Meconopsis Based on Nuclear Ribosomal and Chloroplast DNA Sequence Data“. PLOS ONE. 9 (8): e104823. Bibcode:2014PLoSO...9j4823L. doi:10.1371/journal.pone.0104823. PMC 4130606. PMID 25118100.
  6. Grey-Wilson, Christopher (2012). „Proposal to conserve the name Meconopsis (Papaveraceae) with a conserved type“. Taxon. 61 (2): 473–474. doi:10.1002/tax.612026.
  7. Papaver L.“. Plants of the World Online. Royal Botanic Gardens, Kew. Sótt 2. febrúar 2021.
  8. 8,0 8,1 Xiao, Wei & Simpson, Beryl B. (2017). „A New Infrageneric Classification of Meconopsis (Papaveraceae) Based on a Well-supported Molecular Phylogeny“. Systematic Botany. 42 (2): 226–233. doi:10.1600/036364417X695466. S2CID 91152469.
  9. Yangzom, Rinchen; Long, David; Yoshida, Toshio (17. janúar 2017). „Dancing Butterflies of the East Himalayas New Meconopsis Species from East Bhutan, Arunachal Pradesh and South Tibet“. Sibbaldia: The International Journal of Botanic Garden Horticulture (14): 69–96. doi:10.24823/Sibbaldia.2016.193.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.