Maratí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Marathí)
Maratí
मराठी Marāṭhī'
Málsvæði Indland (Maharashtra, Góa, Madhya Pradesh, Chhattisgarh, Gujarat, Tamil Nadu, Telangana, Andrha Pradesh, Dadra og Nagar Haveli, Daman og Diu
Heimshluti Indland
Fjöldi málhafa 73 milljónir
Ætt Indóevrópskt
 Indóíranskt
  Indóarískt
   Suðurindóarískt
    Maharashtrí
     Marathí
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Fáni Indlands Indland (Maharashtra, Góa, Daman og Diu, Dadra og Nagar Haveli)
Stýrt af Maharashtra Sahitya Parishad
Tungumálakóðar
ISO 639-1 mr
ISO 639-2 mar
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Maratí (मराठी Marāṭhī) telst til suðvesturgreinar indó-arískra mála. Talað af um 50 milljónum, einkum í Maharastra. Helsta mállýska konkaní. Ritað með devanagarí-stafrófi. Elstu textar frá 12. öld.

Maratí er opinbert tungumál í fylkjunum Maharashtra og Góa á Vestur-Indlandi, og er eitt 22 opinberra mála Indlands. Talendur málsins voru 73 milljónir frá og með 2001, og er 19. stærsta málið í heimi eftir fjölda talenda. Maratí er fjórða stærsta innfædda málið á Indlandi. Bókmenntasögu maratí má rekja til 900 f.Kr. og er hún lengst allra lifandi indóarískra mála. Það eru tvær aðalmállýskur marathí: staðalmarathí og varhadí. Maratí er náskylt öðrum málum svo sem khandeshí, dangí, vadvalí og samavedí. Árið 2015 var unnið að þýðingu á Brennu-Njáls sögu úr ensku á Maratí.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.