Madrídarsamningur um alþjóðaskráningu merkja
Útlit
(Endurbeint frá Madridarsamningur)
Madrídarsamningur um alþjóðaskráningu merkja eða Madrídarkerfið er alþjóðasamningur um skráningu vörumerkja í mörgum löndum. Samningurinn var gerður árið 1891 en aðeins 56 ríki hafa gerst aðilar að samningnum sjálfum. Mörg stór iðnríki á borð við Bandaríkin, Japan og Bretland sniðgengu samninginn en hafa síðan gerst aðilar að bókun við Madrídarsamninginn um alþjóðlega skráningu merkja frá 1989. Með þessu kerfi getur eigandi vörumerkis sem hefur verið skráð í einu landi (grunnumsókn), látið skrá merkið hjá Alþjóða hugverkastofnuninni. Allar breytingar sem gerðar eru á grunnumsókninni ná einnig til alþjóðlegu skráningarinnar.