1634
Útlit
(Endurbeint frá MDCXXXIV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1634 (MDCXXXIV í rómverskum tölum) var 34. ár 17. aldar sem hófst á sunnudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en miðvikudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 25. febrúar - Hermenn myrtu Albrecht von Wallenstein að undirlagi keisarans vegna gruns um að hann væri að semja um frið við sænska herinn.
- 1. mars - Vladislás 4. konungur Póllands sigraði rússneskan her í orrustunni um Smolensk.
- 25. mars - Fyrstu ensku landnemarnir komu til Maryland, fjórðu varanlegu nýlendu Englendinga í Nýja heiminum.
- 5. og 6. september - Svíar biðu afgerandi ósigur fyrir keisarahernum í orrustunni við Nördlingen.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Veturinn 1633-1634 var kallaður Hvítivetur á Íslandi.
- Oxford University Press í Englandi fékk konungsleyfi.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 16. janúar - Dorothe Engelbretsdotter, norskt skáld (d. 1713).
- 18. mars - Marie-Madeleine de La Fayette, franskur rithöfundur (d. 1693).
- 20. mars - Balthasar Bekker, hollenskur heimspekingur (d. 1698).
- 18. október - Luca Giordano, ítalskur listmálari (d. 1705).
- 15. desember - Thomas Kingo, danskt sálmaskáld (d. 1703).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 25. febrúar - Albrecht von Wallenstein, tékkneskur hershöfðingi, myrtur (f. 1583).
- 15. maí - Hendrik Avercamp, hollenskur listmálari (f. 1585).
- 25. júní - John Marston, enskt leikskáld (f. 1576).
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- Jón Ormsson hengdur fyrir þjófnað, undir Svarthamri í Langadal.
- Aldís Þórðardóttir dæmd til dauða, í Kópavogi, fyrir blóðskömm. Bróðir hennar, Jón Þórðarson, var dæmdur útlægur fyrir sömu sök.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Upplýsingar um aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, þá ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.