1494
Útlit
(Endurbeint frá MCDXCIV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1494 (MCDXCIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Plágan síðari gekk á Íslandi, nema á Vestfjörðum.
- Árni Snæbjarnarson varð ábóti í Viðeyjarklaustri.
- Pétur Trúels Tómasson varð hirðstjóri á Íslandi.
Fædd
- (líklega) - Ragnheiður Pétursdóttir á rauðum sokkum, húsfreyja á Svalbarði (d. fyrir 1540).
Dáin
- Brandur Jónsson, lögmaður.
- Einar Björnsson jungkæri, dó erlendis, „nær svo giptur borgmeistaradóttur“, segir í annálum.
- Jón Árnason, ábóti í Viðeyjarklaustri.
- Páll Brandsson sýslumaður á Möðruvöllum, Ingibjörg Þorvarðsdóttir kona hans og synir þeirra dóu öll í plágunni og urðu langvinnar deilur um arf eftir þau.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 25. janúar - Alfons 2. varð konungur Napólí.
- 3. maí - Kristófer Kólumbus kom auga á Jamaíku.
- 7. júní - Spánn og Portúgal gerðu með sér Tordesillas-sáttmálann og skiptu þar með Nýja heiminum á milli sín.
- 22. október - Ludovico Sforza varð hertogi af Mílanó.
- Ítalíustríðin hófust og stóðu til 1559.
- 17. nóvember - Karl 8. Frakkakonungur hélt innreið sína í Flórens.
Fædd
- 9. apríl - François Rabelais, franskur rithöfundur (d. 1553).
- 20. apríl - Johannes Agricola, þýskur siðaskiptamaður (d. 1566).
- 12. september - Frans 1. Frakkakonungur (d. 1547).
- 6. nóvember - Súleiman mikli, soldán Ottómanaveldisins (d. 1566).
- Hans Tausen, danskur siðaskiptamaður (d. 1561).
Dáin
- 11. janúar - Domenico Ghirlandaio, ítalskur myndlistarmaður (f. 1449).
- 25. janúar - Ferdínand 1. Napólíkonungur (f. 1423).