François Rabelais
Útlit
(Endurbeint frá Francois Rabelais)
François Rabelais (fæddur kringum 1494, lést 9. apríl 1553) var franskur rithöfundur og læknir. Hann var munkur sem ungur maður, en tók seinna að nema læknisfræði og fornmálin. Hann er þekktastur fyrir bók sína Gargantúi og Pantagrúll sem kom út á íslensku í þýðingu Erlings E. Halldórssonar árið 1993.