Fara í innihald

Jón Árnason (ábóti)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón Árnason (d. 1494) var ábóti í Viðeyjarklaustri seint á 15. öld. Hans er fyrst getið í Píningsdómi árið 1490. Jón hefur líklega tekið við eftir að Steinmóður Bárðarson ábóti lést 1481 þótt vera megi að einhver ábóti hafi verið á milli þeirra.

Samkvæmt Árbókum Espólíns barðist ábótinn ásamt þrjátíu manna liði við hundrað Englendinga í fjörunni í Hafnarfirði en Englendingarnir höfðu rænt miklu af fiski sem klaustrið átti, og „... gengu svo hart fram, að ekki hélt við áhlaupinu, komst ábóti á kné og var nær fallinn, en maður hans nokkur hjálpaði honum og gaf honum jörð síðan, flúðu þar hinir ensku og féllu margir, en einn maður ábóta, Snjólfur sonur hans.“ Frásögn þessi er ekki staðfest af neinum samtímaheimildum. Líklega hafa þó einhver átök átt sér stað en það hefur líklega fremur gerst í ábótatíð Steinmóðs.

Jón ábóti dó í plágunni síðari 1494 og tók Árni Snæbjarnarson við sama ár.

  • „Viðeyjarklaustur. Sunnudagsblað Tímans, 23. júlí 1967“.
  • „Um klaustrin á Íslandi. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.