1379
Útlit
(Endurbeint frá MCCCLXXIX)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1379 (MCCCLXXIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Oddgeir Þorsteinsson Skálholtsbiskup sigldi til Noregs og átti ekki afturkvæmt.
- Árni Jónsson, skáld og ábóti í Munkaþverárklaustri, sigldi til Noregs og er ekkert um hann vitað eftir það.
- Þorgils varð ábóti í Munkaþverárklaustri.
- Björn Einarsson Jórsalafari fór í sína fyrstu utanför sem vitað er um.
Fædd
Dáin
- Jón Guðmundsson ábóti í Viðeyjarklaustri.
- Ásgrímur Jónsson ábóti í Helgafellsklaustri (eða 1378).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 29. maí - Jóhann 1. varð konungur Kastilíu og León eftir lát föður síns.
- Feneyingar og Ottómanar réðust inn í Konstantínópel og gerðu Jóhann 5. Palaíológos aftur að meðkeisarai í Býsans. Andronikos 4. Palaíológos hélt keisaratitlinum en var gerður útlægur til borgarinnar Silivri til æviloka.
- Heimildir greina frá því að árásir Skrælingja á Eystribyggð á Grænlandi hafi byrjað þetta ár.
Fædd
- 4. október - Hinrik 3., konungur Kastilíu og León (d. 1406).
Dáin
- 18. febrúar - Albert 2., hertogi af Mecklenburg (f. um 1318).
- 29. maí - Hinrik 2. eða Hinrik af Trastámara, konungur Kastilíu og León (f. 1334).