Fara í innihald

Jón Guðmundsson (ábóti)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón Guðmundsson (d. 1379) var ábóti í Viðeyjarklaustri og tók við árið 1369 eftir lát annars Jóns, sem þar hafði verið ábóti frá 1364. Ætt hans er ekki þekkt. Fátt er um hann vitað en hann var um tíma officialis í Vestfirðingafjórðungi.

Jón dó 1379 (hugsanlega þó 1378) og tók Gísli Magnússon þá við en varð skammlífur og gegndi embættinu aðeins fáeina mánuði.

  • „Viðeyjarklaustur. Sunnudagsblað Tímans, 23. júlí 1967“.
  • „Um klaustrin á Íslandi. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.