Sena
Útlit
(Endurbeint frá Skífan)
Sena er upplifunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í viðburðum og afþreyingu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Má þar nefna tónleika, uppistand, skipulagða fyrirtækjaviðburði, ráðstefnur, rekstur kvikmyndahúsa og dreifing kvikmynda og tölvuleikja. Sena hét upphaflega Skífan og opnaði sína fyrstu hljómplötuverslun í Hafnarfirði árið 1975. Stofnandi fyrirtækisins var Jón Ólafsson. Nafni fyrirtækisins var breytt í Sena árið 2005.
Sena er skráð ferðaskrifstofa og DMC. Sena rekur kvikmyndahúsin Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri og er auk þess umboðsaðili Playstation á Íslandi.