Fara í innihald

Djúpið (kvikmynd)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Djúpið
LeikstjóriBaltasar Kormákur
HöfundurJón Atli Jónasson
Baltasar Kormákur
Byggt áLeikriti eftir Jón Atla Jónasson
FramleiðandiBaltasar Kormákur
Agnes Johansen
LeikararÓlafur Darri Ólafsson
KvikmyndagerðBergsteinn Björgúlfsson
KlippingSverrir Kristjánsson
Elísabet Ronaldsdóttir
TónlistBen Frost
Daníel Bjarnason
FyrirtækiSögn ehf.
FrumsýningKanada7. september, 2012 (TIFF Bell Lightbox 2 Toronto)
Ísland21. september 2012 (Háskólabíó, Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó)[1]
Lengd93 mín.
Land
TungumálÍslenska

Djúpið er íslensk kvikmynd frá árinu 2012 í leikstjórn Baltasars Kormáks.[2] Handrit myndarinnar er lauslega byggt á samnefndu leikriti Jóns Atla Jónassonar sem innblásið var af þeim einstaka atburði þegar Guðlaugur Friðþórsson náði einn áhafnarmeðlima að bjarga lífi sínu eftir að Hellisey VE503 hvolfdi og sökk utan við Heimaey seint í mars 1984. Djúpið var forsýnd á kvikmyndahátíðinni í Torontó 7. september 2012 þar sem hún hlaut lofsamlega dóma gagnrýnenda.

  1. https://www.kvikmyndavefurinn.is/films/nr/1462
  2. „Djúpið“. Kvikmyndavefurinn.
  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.