Loðvík 11. Frakkakonungur
Loðvík 11. (3. júlí 1423 – 30. ágúst 1483), kallaður „hinn varkári“ (le Prudent), var konungur Frakklands frá 1461 til 1483. Hann var sjötti konungurinn af Valois-ættkvísl Kapetinga. Virkni hans á alþjóðasviði, sem andstæðingar hans kölluðu „klækjabrögð“ (sournoise) leiddu til þess að hann var einnig kallaður „alheimsköngulóin“ (l'universelle aragne).[1][2][3]
Á valdatíð Loðvíks 11. endurheimti Frakkland ýmsar hjálendur, héröð og furstadæmi, oft með valdbeitingu: Hertogadæmið Bretagne (1475), hertogadæmið Búrgúnd (1477), Maine, hertogadæmið Anjou og hluti af landsvæðum Armaníaka sem höfðu barist gegn frönsku krúnunni í Hundrað ára stríðinu.
Loðvík 11. styrkti vald krúnunnar yfir lénsmönnum sínum með bandalögum við alþýðuna. Sem krónprins gerðist hann verndari Valdensa (kristinna fylgjenda Péturs Valdès) gegn rannsóknarrétti kirkjunnar og kom í veg fyrir að þeir yrðu teknir af lífi. Í þakkarskyni við Loðvík var héraðið Vallouise (stytting á Vallée Louise) nefnt eftir honum. Biskupinn af Lisieux, Thomas Basin, hefndi sín á konunginum með því að lýsa honum í sagnaritum sínum sem forljótum og grimmum harðstjóra sem lokaði óvini sína í járnbúrum.[4][5] Hefð varð fyrir því meðal sagnaritara að lýsa Loðvík 11. sem „illgjörnum snillingi“ og föður franskrar miðstýringar.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Pierre Champion, Louis XI, 2eme éd., Paris, H. Champion, 1928, vol. 2.
- ↑ Département d’histoire, UL - Cours - HST-20718B - Travail de F.-A. Raymond (Aut. 2002)
- ↑ http://www2.cndp.fr/archivage/valid/3418/3418-188-202.pdf Geymt 31 júlí 2013 í Wayback Machine, p. 4.
- ↑ Basin, Thomas, Histoire de Louis XI (Historiarum libri de rebus a Ludovico XI, Francorum rege et suo tempore in Gallia gestis), 3. bindi, París, Les Belles Lettres (1972), bls. 387.
- ↑ Scordia, Lydwine, Textual and Visual Representations of Power and Justice in Medieval France : Manuscripts and Early Printed Books, Routledge, Farnham, (2015) bls. 33.
Fyrirrennari: Karl 7. |
|
Eftirmaður: Karl 8. |