Fara í innihald

Love for Sale (Tony Bennett og Lady Gaga plata)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Love for Sale
Kápan á stöðluðu útgáfunni
Breiðskífa eftir
Gefin út30. september 2021 (2021-09-30)
Tekin upp2018–2020
HljóðverElectric Lady (New York-borg)
StefnaDjass
Lengd36:00
Útgefandi
StjórnDae Bennett
Tímaröð – Tony Bennett og Lady Gaga
Cheek to Cheek
(2014)
Love for Sale
(2021)
Tímaröð – Tony Bennett
Love Is Here to Stay
(2018)
Love for Sale
(2021)
Tímaröð – Lady Gaga
Chromatica
(2018)
Love for Sale
(2021)
Top Gun: Maverick
(2022)
Smáskífur af Love for Sale
  1. „I Get a Kick Out of You“
    Gefin út: 3. ágúst 2021
  2. „Love for Sale“
    Gefin út: 17. september 2021

Love for Sale er önnur samstarfsplata bandarísku söngvaranna Tony Bennett og Lady Gaga. Plata var gefin út 30. september 2021 af Columbia og Interscope Records. Þetta er sextugasta og fyrsta, og jafnframt síðasta, stúdíóplatan á ferli Bennetts og sjöunda stúdíóplatan hennar Gaga. Eftir fyrstu samstarfsplötu tvíeykisins, Cheek to Cheek, var Love for Sale tekin frá 2018 til snemma árs 2020. Platan samanstendur af flutning þeirra af ýmsum klassískum djasslögum frá bandaríska tónskáldinu Cole Porter, og er platan ákveðinn virðingarvottur til hans.

Í kjölfar útgáfu fékk Love for Sale almennt jákvæða dóma frá tónlistargagnrýnendum, sem lögðu flestir áherslu á í dómum sínum hversu vel raddir Bennetts og Gaga hljómuðu saman. Platan komst í topp 10 á vinsældarlistum í ýmsum löndum. Á bandaríska Billboard 200 vinsældarlistanum fór hún beint í 8. sæti, og varð önnur topp 10 plata tvíeykisins. Þar með sló Bennett einstaklingsmetið fyrir lengsta tímabil af topp 10 plötu á Billboard 200 vinsældarlistanum fyrir lifandi tónlistarmann, en fyrsta topp 10 plata hans var I Left My Heart í San Francisco árið 1962. Bennett sló einnig heimsmet Guinness fyrir að vera elsta manneskja til að gefa út plötu með nýju efni, 95 ára og 60 daga gamall.

Fyrir útgáfu plötunnar voru gefnar út tvær smáskífur: „I Get a Kick Out of You“ og titillagið „Love for Sale“. Tvíeykið kom fram á tónleikum, sem voru teknir upp, í Radio City Music Hall þann 3. og 5. ágúst 2021 sem hét One Last Time: An Evening with Tony Bennett and Lady Gaga, og voru það síðustu tónleikarnir áður en Bennett hætti að spila á tónleikum. Tónleikarnir fékk fjórar tilnefningar á 74. Primetime Emmy-verðlaununum. Til að kynna plötuna kom tvíeykið einnig fram á MTV Unplugged sjónvarpsviðburðinum og Gaga flutti einnig sólóflutning af plötunni Jazz & Piano tónleikasýningu hennar og á 64. Grammy-verðlaunahátíðinni. Platan vann Grammy verðlaun fyrir Best Traditional Pop Vocal Album og Best Engineered Album, Non-Classical, og var tilnefnd til plötu ársins, en lagið „I Get a Kick Out of You“ var tilnefnt til verðlaunanna upptöku ársins og besta tónlistarmyndbandið.

Öll lög á Love for Sale eru samin af Cole Porter og Dae Bennett sá um upptökustjórn.

Love for Sale – Stöðluð útgáfa
Nr.TitillLengd
1.„It's De-Lovely“2:53
2.„Night and Day“3:42
3.„Love for Sale“3:40
4.„Do I Love You“ (Gaga sóló)4:48
5.„I Concentrate on You“3:56
6.„I Get a Kick Out of You“3:33
7.„So in Love“ (Bennett sóló)4:31
8.„Let's Do It“ (Gaga sóló)3:36
9.„Just One of Those Things“ (Bennett sóló)2:59
10.„Dream Dancing“4:16
Samtals lengd:36:00

Aukalög á öðrum útgáfum plötunnar:

  • „I've Got You Under My Skin“
  • „You're the Top“