LL Cool J
LL Cool J | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | James Todd Smith 14. janúar 1968 |
Ár virkur | 1994 - |
Helstu hlutverk | |
Sam Hanna í NCIS: Los Angeles Marion Hill í In the House Julian Washington í Any Given Sunday Deacon ´Deke´ Kay í S.W.A.T. |
LL Cool J, réttu nafni James Todd Smith (f. 14. janúar 1968), er bandarískur rappari og leikari og meðal brautryðjenda á sviði rapptónlistar. LL Cool J stendur fyrir Ladies Love Cool James.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]LL Cool J er fæddur og uppalinn í New York og hóf að semja og taka upp lög í kjallaranum heima hjá sér þegar hann var níu ára.
LL Cool J skrifaði og gaf út ævisögu sína árið 1998 og heitir hún I Make My Own Rules. Í henni fjallar hann opinskátt um ýmislegt, gott og slæmt, í lífi sínu, hvernig hann lærði af mistökum sínum og hvernig tónlistarbransinn er fullur af fólki sem reynir að nota sér nýliða.
LL Cool J hefur komið á fót sinni eigin tískufatalínu, James Todd Smith og átti einnig þátt í því að koma á fót tískufatalínunni FUBU (For Us, By US).
Hann giftist Simone Johnson árið 1995 og saman eiga þau fjögur börn.
Tónlistarferill
[breyta | breyta frumkóða]Ferill hans hófst árið 1994, þegar hann gerði samning við hljómplötuútgefandann Def Jam og gaf út smáskífuna I Need a Beat, sem vakti mikla athygli meðal rappaðdáenda. Lagið var fyrsta lag Def Jam til að ná miklum vinsældum og seldist í yfir hundrað þúsund eintökum. Eftir góð viðbrögð við laginu hætti LL Cool J í skóla og sneri sér að upptökum á sinni fyrstu sólóplötu sinni.
Radio (1985)
[breyta | breyta frumkóða]Radio, kom út árið 1985. Platan fékk góða dóma og var sú fyrsta í sögu rapptónlistar þar sem snið venjulegra sönglaga var notað til að gera poppvænt rapp.[1] Lögin I Can't Live Without My Radio og Rock the Bells náðu miklum vinsældum og urðu til þess að platan seldist í yfir milljón eintökum.
Bigger and Deffer (1987)
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1987 kom út Bigger and Deffer. Platan innihélt ballöðuna I Need Love, sem var meðal fyrstu poppvænu rapplaga til að komast á vinsældarlista.
Walking with a Panther (1989)
[breyta | breyta frumkóða]Ekki voru allir ánægðir með þessa poppvænu útgáfu rapps, sem sýndi sig þegar þriðja plata hans, Walking with a Panther kom út. Platan innihélt lögin Going Back to Cali, I'm That Type of Guy, Jingling Baby og Big Ole Butt.
Mama Said Knock You Out (1990)
[breyta | breyta frumkóða]LL Cool J gaf síðan út Mama Said Knock You Out árið 1990, sem var sú allra grófasta sem hann hafði gefið út. Platan jók vinsældir hans á ný, auk þess að bæta orðspor hans verulega meðal rappaðdáenda. Meðal laga á plötunni er Around the Way Girl, sem náði miklum vinsældum.
14 Shots to the Dome (1993)
[breyta | breyta frumkóða]Hann gaf út plötuna 14 Shots to the Dome árið 1993. Sú plata seldist illa og fékk afar misjafna dóma.
Mr. Smith (1995)
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1995 kom svo út hans sjötta hljómplata, Mr. Smith. Platan seldist í yfir tveimur milljónum eintaka og lögin Doin' It, Loungin og Hey Lover (ásamt Boyz II Men) komust á vinsældarlista.
Phenomenon (1997)
[breyta | breyta frumkóða]Tveimur árum síðar gaf hann út plötuna Phenomenon. Samnefnt lag náði nokkrum vinsældum.
G.O.A.T. (2000)
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2000 gaf LL Cool J út plötuna G.O.A.T., sem stendur fyrir Greatest of all time. Komst hún í fyrsta sæti á Billboard listanum og varð platínu plata.[2] LL Cool J þakkaði Canibus fyrir innblástur á plötunni.
10 (2002)
[breyta | breyta frumkóða]Næsta plata LL Cool J's var 10 frá 2002 og var níunda plata hans. Platan innihélt lögin Paradise ásamt Amerie, Luv U Better, framleitt af Neptunes og 2003 dúettinn með Jennifer Lopez All I Have.
The DEFinition (2004)
[breyta | breyta frumkóða]The DEFinition var gefin út 2004. Platan náði fjórða sæti á Billboard listanum. Framleiðendur voru Timbaland, 7 Aurelius, R. Kelly ásamt öðrum. Aðallag plötunnar var framleitt af Timbaland Headsprung sem náði 16 sæti á Billboard Hot 100.
Todd Smith (2006)
[breyta | breyta frumkóða]Ellefta plata LL Cool J's var Todd Smith sem kom út árið 2006. Inniheldur platan samstarf með 112 hljómsveitinni, Ginuwine, Juelz Santana, Teairra Mari og Freeway.
Exit 13 (2008)
[breyta | breyta frumkóða]Í júlí 2006, tilkynnti LL Cool J að seinasta plata hans með Def Jam plötufyrirtækinu væri Exit 13. Upprunalega átt 50 Cent að vera yfirframleiðandi plötunnar.[3] Exit 13 átt að koma út haustið 2006 en því var frestað um tvö ár til ársins 2008 án 50 Cent sem yfirframleiðanda. Lög sem þeir unnu að saman láku á netið og sum af þeim lögum sem 50 Cent gerði komust á plötuna.
LL Cool J myndaði samstarf við DJ Kay Slay í því skyni að gefa út mixplötu sem kallaðist The Return of the G.O.A.T.. Var þetta fyrsta mixplatan hans í 24 ár og innihélt freestyling eftir LL Cool J ásamt öðrum röppurum. Lagið Hi Haterz lak á internetið 1.júní 2008. Lagið inniheldur LL Cool J að rappa við hljóðfæraleik Maino's "Hi Hater". LL Cool J var upphitari fyrir Janet Jackson á Rock Witchu tónleikatferðalagi hennar, komu þau fram í Los Angeles, Chicago, Toronto, og Kansasborg.
NCIS: No Crew Is Superior
[breyta | breyta frumkóða]Í september 2009, gaf LL Cool J út lag tengt NCIS: Los Angeles sjónvarpsseríunni og má finna það á iTunes. Lagið byggist á reynslu hans á því að leika NCIS alríkisfulltrúann Sam Hanna og eftir að hafa hitt alvöru NCIS alríkisfullrúa og meðlimi bandaríska sjóhersins.[4]
Kvikmynda-og sjónvarpsferill
[breyta | breyta frumkóða]Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]LL Cool J byrjaði feril sinn í sjónvarpi í The Adventures of Pete & Pete árið 1994. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við: Oz, House og 30 Rock.
Árið 1995 var honum boðið hlutverk í In the House sem Marion Hill sem hann lék til ársins 1999.
Hefur hann síðan 2009 leikið eitt af aðalhlutverkunum í NCIS: Los Angeles, sem NCIS alríkisfulltrúinn Sam Hanna.
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta hlutverk LL Cool J í kvikmyndum var árið 1986 í Wildcats þar sem hann lék rappara. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við: Toys, Woo, Halloween H20: 20 Years Later og Deep Blue Sea.
Árið 1999 lék hann á móti Al Pacino, Cameron Diaz, Dennis Quaid, James Woods og Jamie Foxx í ruðningsboltamyndinni Any Given Sunday. Lék hann síðan á móti Colin Farrell og Samuel L. Jackson í lögreglumyndinni S.W.A.T. sem sérsveitarmaðurinn Deacon Deke Kay.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1986 | Wildcats | Rappari | sem L.L. Cool J |
1991 | The Hard Way | Rannsóknarfulltrúinn Billy, NYPD | |
1992 | Toys | Kapteinn Patrick Zevo | |
1995 | Out-of-Sync | Jason St. Julian | |
1998 | Caught Up | Roger | |
1998 | Woo | Darryl | |
1998 | Halloween H20: 20 Years Later | Ronald ´Ronny´ Jones | |
1999 | Deep Blue Sea | Presturinn | |
1999 | In Too Deep | Dwayne Gittens Guð |
|
1999 | Any Given Sunday | Julian Washington | |
2000 | Charlie´s Angels | Mr. Jones | |
1991 | Kingdom Come | Ray Bud Slocumb | |
2002 | Rollerball | Marcus Ridley | |
2003 | Deliver Us from Eva | Raymond ´Ray´ Adams | sem James Todd Smith eða LL Cool J |
2003 | S.W.A.T. | Deacon ´Deke´ Kay | sem James Todd Smith eða LL Cool J |
2004 | Mindhunters | Gabe Jensen | sem James Tood Smith eða LL Cool J |
2005 | Slow Burn | Luther Pinks | sem James Todd Smith |
2005 | Edison | Deed | |
2006 | Last Holiday | Sean Matthews | |
2008 | The Deal | Bobby Mason | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1994 | Adventures of Pete & Pete | Mr. Throneberry | Þáttur: Sick Day |
1996 | The Right to Remain Silent | Charles Red Taylor | Sjónvarpsmynd |
1998 | Oz | Jiggy Walker | Þáttur: Strange Bedfellows |
1995-1999 | In the House | Marion Hill | 76 þættir |
2005 | House | Clarence | Þáttur: Acceptance |
2007 | The Man | Manny Baxter | Sjónvarpsmynd |
2007 | 30 Rock | Ridikolus | Þáttur: The Source awards |
2009 | NCIS | Sam Hanna | 2 þættir |
2009-2023 | NCIS: Los Angeles | Sam Hanna | 55 þættir |
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]American Music-verðlaunin
- 1991: Tilnefndur fyrir bestu plötuna Mama Said Knock You Out fyrir Rapp/Hip-Hop.
- 1991: Tilnefndur sem besti karlsöngvarinn fyrir soul/rhythm og blues.
- 1987: Tilnefndur sem besti karlsöngvarinn fyrir soul/rhythm og blues.
- 1987: Tilnefndur fyrir bestu plötuna Bigger and Deffer fyrir soul/rhythm og blues.
BET Comedy-verðlaunin
- 2004: Verðlaun sem besti leikari í kvikmynd fyrir Deliver Us from Eva.
BET Hip Hop-verðlaunin
- 2006: Verðlaun sem Framleiðandi ársins.
- 2006: Verðlaun sem Video leikstjóri ársins.
- 2006: Tilnefndur sem Video leikstjóri ársins.
Black Reel-verðlaunin
- 2004: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Deliver Us from Eva.
- 2004: Tilnefndur fyrir besta lagið fyrir Deliver Us From Eva með Ameriie.
Blockbuster Entertainment-verðlaunin
- 2000: Verðlaun sem besti aukaleikari í spennumynd fyrir Deep Blue Sea.
- 1999: Tilnefndur sem besti aukaleikari í hryllingsmynd fyrir Halloween H20: 20 Years Later.
BRIT-verðlaunin
- 1998: Tilnefndur sem alþjóðlegi karlsöngvarinn sem sólóisti.
Grammy-verðlaunin
- 2005: Tilnefndur fyrir bestu rapp plötu ársins fyrir The Definition.
- 2004: Tilnefndur fyrir besta rapp/söng samstarf.
- 1997: Tilnefndur fyrir besta rapp flutning sem sólóisti.
- 1997: Verðlaun fyrir besta rapp flutning sem sólóisti.
- 1997: Tilnefndur fyrir bestu rapp plötu ársins fyrir Mr. Smith.
- 1994: Tilnefndur fyrir besta rapp flutning sem sólóisti.
- 1993: Tilnefndur fyrir besta rapp flutning sem sólóisti.
- 1992: Verðlaun fyrir besta rapp flutning sem sólóisti.
- 1989: Tilnefndur fyrir besta rapp flutning.
Image-verðlaunin
- 2011: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir NCIS: Los Angeles.
- 2010: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NCIS: Los Angeles.
- 2000: Tilnefndur sem besti aukaleikari í kvikmynd fyrir Deep Blue Sea.
- 1999: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir In the House.
- 1997: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríur fyrir In the House.
- 1996: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríur fyrir In the House.
Kid's Choice-verðlaunin
- 1997: Tilnefndur sem uppáhalds leikari í sjónvarpi fyrir In the House.
MTV Video Music-verðlaunin
- 1996: Tilnefndur fyrir besta rappvideóið.
- 1991: Verðlaun fyrir besta rappvideóið.
- 1991: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna.
ShoWest Convention
- 2003: Verðlaun sem rísandi stjarna morgundagsins.
Soul Train Music-verðlaunin
- 2004: Tilnefndur fyrir bestu RB/soul eða Rapp dans senuna.
- 2002: Tilnefndur fyrir bestu RB/soul eða Rap plötu ársins fyrir 10.
- 2002: Quincy Jones verðlaunin fyrir afrek á ferlinum.
- 1987: Verðlaun fyrir besta rapplagið.
- 1987: Verðlaun fyrir bestu rapp plötuna fyrir Bigger Deffer.
Teen Choice-verðlaunin
- 2011: Tilnefndur sem besti leikari í spennuþætti fyrir NCIS: Los Angeles.
- 2010: Tilnefndur sem besti leikari í spennuþætti fyrir NCIS: Los Angeles.
- 2006: Tilnefndur fyrir besta kossinn fyrir Last Holiday með Queen Latifah.
- 2005: Tilnefndur sem besti rapparinn í kvikmynd fyrir Mindhunters.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hirschberg, Lynn. „The Music Man“, New York Times Magazine, 2. september 2007.
- ↑ „Biography - LL Cool J“. Billboard. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. apríl 2009. Sótt 24 mars 2011.
- ↑ Moss, Corey (5. júlí 2006). „50 Cent, LL Cool J Teaming Up For LP - News Story Music, Celebrity, Artist News | MTV News“. Mtv. Afrit af upprunalegu geymt þann janúar 15, 2009. Sótt 24. mars 2011.
- ↑ Adam Bryant (15. september 2009). „VIDEO: Check out LL Cool J's New NCIS:LA-Inspired Song“. TVGuide.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. nóvember 2011. Sótt 15. september 2009.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „LL Cool J“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. október 2011.
- LL Cool J á IMDb
- http://www.metrolyrics.com/ll-cool-j-awards-featured.html LL Cool J á MetroLyrics heimasíðunni
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- LL Cool J á IMDb
- http://www.metrolyrics.com/ll-cool-j-awards-featured.html LL Cool J á MetroLyrics heimasíðunni
- http://www.islanddefjam.com/artist/home.aspx?artistID=7309 LL Cool J á Def Jam heimasíðunni
- http://www.cbs.com/shows/ncis_los_angeles/cast/ LL Cool J á NCIS: Los Angeles heimasíðunni á CBS sjónvarpsstöðinni