Fara í innihald

Kubbatónlist

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Game Boy leikjatölvurnar eru mikið notaðar við gerð Kubbatónlistar

Kubbatónlist er tónlistarstefna sem búin er til með örflögum, sem notaðar voru til þess að spila tónlist sem birtist í gömlum tölvum, leikjatölvum og spilakössum. Stefnan á rætur að rekja til tæknilegrar takmörkunar en notkun áttabita hljóða hefur aukist í margskonar raftónlist. Kubbatónlist hefur ætíð verið neðanjarðar tónlistarstefna en var sem vinsælust á níunda áratug 20. aldar sem og á fyrsta áratug þeirrar 21. Vinsældir kubbatónlistar hafa aldrei verið gífurlegar en stefnan hefur samt sem áður átt mikinn hlut í að þróa margar stefnur nútíma raftónlistar. Vinsælustu tölvurnar til að nota í kubbatónlist eru Nintendo Entertainment System og Game Boy frá tölvuleikjaframleiðandanum Nintendo og Commodore 64 frá Commodore International.Vegna tenginu stefnunar við tölvuleiki frá 8. og 9. áratugnum er tónlistin oft tengd við pixlaðar, lágskerpumyndir og myndbönd sem svipar til tölvuleikjanna.

Saga Kubbatónlistar

[breyta | breyta frumkóða]

Kubbatónlist á uppruna sinn að rekja til tölvuleikjatónlistar sem spratt upp seint á áttunda áratugnum. Þá var tónlist geymd og spiluð á kassettum og vínyl plötum en bæði gátu auðveldlega bilað og eyðilagst undir mikilli spilun. Tekið var því upp á því að setja í leikjatölvur einfaldar tölvuflögur sem voru færar um að spila stuttar og einfaldar laglínur. Þær voru þá endurteknar yfir allan leikinn eða notaðar einungis við ákveðnar tímasetningar í leikjum (eins og við byrjun nýs leiks, milli borða eða við lok leiksins.).

Hljóð var fyrst sett í tölvuleikinn Pong 1972 en bakgrunnstónlist var ekki til í tölvuleikjaheiminum fyrr en 1980 en hún heyrðist fyrst í tölvuleiknum Rally-X [1]

Í ströngustu merkinu orðsins er kubbatónlist sú tónlist sem samin er með örflögu byggðum búnaði fyrir þar til gerð kerfi eins og til dæmis gamla tölvuleiki. Í dag hefur orðið tekið mikið víðari merkingu og er nú oftast talað um kubbatónlist sem þá tónlistarstefnu sem notast við örflögubyggðan búnað við að semja tónlist en ekki eingöngu fyrir gamlar tölvur og tölvuleiki. Tónlistarstefnan varð til úr tæknilegum takmörkum en í dag er notkunin á flautulegum laglínu, suðandi bassa, hröðum brotnum hljómum og hávaðasömum slagverkum meira val en nauðsyn. [2]

Hljóðstíll

[breyta | breyta frumkóða]

Hljóð eiginleikar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Kubbatónlist notast við 4,8 og 16 bæta bylgjulengdir sem og að notast við þríhyrnings-, fernings- og sagarmyndaðar bylgjulengdir.
  • Fljótar skiptingar milli bylgjulengda til að skapa flóknari bylgjuform og ná athygli á hljóðið.
  • Takmörkuð pólýfónísk geta örflaganna veldur því að mikið er notast við mjög hraða, brotna hljóma í stað hljóma.
Dæmi um kubbatónlist, spilað á Nintendo Entertainment System hermi.

[3]

Í kubbatónlist er svokallað white noise notað en það er aðalega notað sem "sampl" fyrir trommutakta. [4]

Meðal helstu tölvukerfanna sem notuð hafa verið og eru í kubbatónlist eru Commodore 64, Atari 8-bit Home Computer, Game Boy, Atari 2600 og Nintendo NES. Í dag eru einnig mikið notaðir svokallaðir tölvuhermar en þeir geta líkt eftir þeim forritum sem notuð eru til að gera kubbatónlist eins og í t.d. Gameboy eða Nintendo NES [5]

Þeir sem ekki hafa tök í að komast í gamlar leikjatölvur geta nýtt sér allskonar herma sem fást fyrir tónlistarforrit í dag en deilt er um hvort sú tónlist sem gerð er í þessum hermum sé í raun kubbatónlist þar sem ekki er verið að notast við þær örflögur sem í raun búa til hljóðið sem sótt er eftir í kubbatónlist. [6]

Eitt vinsælasta kerfið sem notað er í kubbatónlist er kerfið Little Sound DJ. En það er kubbur á stærð við Game Boy leik sem hægt er að setja inn í Game Boy leikjatölvuna, en kubburinn er hlaðinn af 4 SID flögum svipuðum þeim og finnast í tölvukerfum frá níunda áratugnum. Þannig er hægt að hafa 4 analógískar rásir með hreyfanleika sem hefur ekki sést áður. Tónlistarstefnan Game Boy tónlist sem er nefnd hér að neðan er byggð upp á þeirri tækni að hægt sé að hljóðblanda fleiri enn eina Game Boy tölvu og þannig hafa áhrif á lagið. Þessi tækni hefur vaxið mikið í vinsældum meðal kubbatónlistarmanna þar sem auðveldara er bæði að færa búnaðinn milli staða sem og að stjórna búnaðinum. [7]

Undirstefnur

[breyta | breyta frumkóða]

Bitpopp er tónlistarstefna sem spannst út frá kubbatónlist. Hún er gerð með því að nota sömu tölvuflögur og notaðar eru í kubbatónlist og blanda þá kubbatónlistar laglínum við popptónlist og búa þannig til Bitpopp.

Nafnið er útsetning á tónlistarstefnuna Britpopp. Bitpopp greinir sig frá kubbatónlist á þann hátt að í kubbatónlist eru allar laglínur spilaðar á búnað sem 8-bit tengd hljóð á meðan Bitpop notar oftast aðeins 8-bit hljóð í bassalínum eða laglínunni sjálfri á meðan hljómsveitin notast við gítara og trommur til að gefa laginu poppaða stemningu. Meðal helstu bitpopphljómsveitana má nefna Anamanaguchi(en), Desert Planet(en) og Slagsmålsklubben(en) [8]

Anamanaguchi

[breyta | breyta frumkóða]

Anamanaguchi er bitpopp eða "chip-punk" hljómsveit frá New York. Sveitin er ein helsta bitpopp og chiptune hljómsveitin í dag. Hljómsveitin hefur 4 meðlimi en það eru lagahöfundurinn Peter Berkman, bassaleikarinn James DeVito, gítarleikarinn Ary Warnaar og trommarinn Luke Silas. Ólíkt flestum bitpopphljómsveitum notast Anamanaguchi við hljóðgervla til þess að skapa sín kubbahljóð í stað þeirra ýmsu leikjatölva og forrita sem aðrir kubbatónlistarmenn nota.[9]

Peter Berkman hefur sagt að þótt þeir notist við 8-bit hljóð þá eru þeir minna að leitast við að spila tölvuleikja tónlist og meira við að spila einfalda popptónlist í líkingu við Weezer og Beach Boys[10]

Frej Larsson úr Slagsmålsklubben

Anamanaguchi hafa tekið að sér mörg verkefni og má þar helst nefna að tölvuleikurinn Scott Pilgrim vs. the World, sem gerður var eftir samnefndri mynd, innihélt eingöngu tónlist eftir hljómsveitina. Einnig birtist lag þeirra "Airbrushed" í tölvuleiknum Rock Band.[11]

Slagsmålsklubben

[breyta | breyta frumkóða]

Slagsmålsklubben (oft stytt sem SMK) er sænsk bitpopphljómsveit frá Norrköping í austur Gautlandi. Nafn hljómsveitarinnar er sænsk beinþýðing á nafni myndarinnar Fight Club. Sveitin hefur gefið út 4 hljóðversplötur síðan árið 2003 en sveitin var stofnuð árið 2000. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Björn Nilsson, Hannes Stenström, Joakim "Beebop" Nybom, Joni Mälkki, Kim Nilsson og rapparinn Frej Larsson en sá síðastnefndi er einnig meðlimur sænska rafbandsins Maskinen. Líkt og Anamanaguchi notar sveitin nánast eingöngu syntha við gerð laga sinna en trommuheilar og gítarar eru tíðir gestir á lögum félaganna. Sveitin kom fyrir á plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Army of Me: Remixes and Covers. Sveitin flutti til Berlínar árið 2005 en síðan 2008 hefur meðlimir hennar búið saman á sveitasetri fyrir utan Stokkhólm í Svíþjóð þar sem þeir tóku upp nýjustu plötu sína, The Garage, í hljóðveri sem er að finna á sveitasetrinu. [12]

Gameboy-tónlist

[breyta | breyta frumkóða]

Gameboy-tónlist er tónlistarstefna þar sem tónlistarmaðurinn notast aðeins við eina eða fleiri Game Boy-tölvur og hljóðblandara til að búa til tónlist. Hljóðblandarinn er þá notaður til að skipta á milli mismunandi tölva og breyta þannig um takt og/eða laglínu lagsins.

Í vinsælli menningu

[breyta | breyta frumkóða]

Ásamt því að vera grunnurinn af tónlist í tölvuleikjum hefur kubbatónlist einnig birst á mörgum stöðum og í mörgum myndum.

Í myndinni Scott Pilgrim vs. the world birtist merki kvikmyndaframleiðandans Universal í 8-bit formi ásamt laginu Threshold eftir Brian LeBarton. Í tölvuleiknum sem gerður er eftir myndinni, Scott Pilgrim vs the World: The Game, er það hljómsveitin Anamanaguchi sem sér um tónlistina.

Sjónvarpsstöðin Cartoon Network hefur notað kubbatónlist sem bakgrunnstónlist í nokkra af þáttum sínum. Til dæmis má nefnina þættina Adventure Time.

Á seinustu árum hefur kubbatónlist snúið aftur til vinsælda á tölvuleikja markaðinum. Mikið af nýjustu tölvuleikjunum frá framleiðendum eins og Nintendo og Sega hafa notast við kubbatónlist sem annað hvort þema- eða bakgrunnstónlist. [13]

Árið 2007 gaf plötuútgáfan Astralwerks út plötuna 8-Bit Operators: The Music of Kraftwerk en platan innihélt 15 af lögum hljómsveitarinnar Kraftwerk í nýjum kubbatónlistarformi frá 15 þekktum kubbatónlistarmönnum en þar má helst nefna 8 Bit Weapon og Nullsleep en 8-bit Operators hópurinn hafa verið að gefa út ábreiðulög í kubbatónlistarformi frá hljómsveitum eins og Devo og Bítlunum.[14] Margir af frægum tónlistarmönnum hafa notast við kubbatónlist við gerð laga sinna og má þar nefna listamenn eins og Kesha[15], Robyn, Snoop Dogg[16], Eminem, Nelly Furtado og Timbaland.

  1. http://www.npr.org/templates/story/story.php?storyId=89565567
  2. http://journal.transformativeworks.org/index.php/twc/article/view/96/94
  3. http://zenpho.co.uk/PhillPhelps-ChiptuneSynth.pdf
  4. http://zenpho.co.uk/PhillPhelps-ChiptuneSynth.pdf
  5. http://journal.transformativeworks.org/index.php/twc/article/view/96/94
  6. http://nordnordursins.is/2011/08/hvad-er-kubbatonlist/
  7. http://journal.transformativeworks.org/index.php/twc/article/view/96/94
  8. http://www.bitpop.co.uk/what-is-bitpop/
  9. http://www.villagevoice.com/2009-08-04/music/anamanaguchi-avoid-the-perils-of-cheap-nostalgia/
  10. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. október 2013. Sótt 11. mars 2013.
  11. http://www.villagevoice.com/2009-08-04/music/anamanaguchi-avoid-the-perils-of-cheap-nostalgia/
  12. http://www.jango.com/music/Slagsmalsklubben/_full_bio?l=0
  13. http://journal.transformativeworks.org/index.php/twc/article/view/96/94
  14. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. ágúst 2013. Sótt 11. mars 2013.
  15. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. desember 2013. Sótt 11. mars 2013.
  16. http://www.puls.no/16375.html