Eminem

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Eminem (fæddur þann 17. október 1972 sem Marshall Bruce Mathers III, í Kansas City, Missouri, Bandaríkjunum) er bandarískur rappari sem er vinsælasti og umdeildasti rapparinn á sínum tíma. Hann hefur samiđ helling af lögum. Hann hafði ferilinn sinn hjá Dr.Dre

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Hann ólst upp í Detroit og hóf rapp fjórtán ára. Eftir nokkur ár tók hann þátt í rappkepni í landi sínu, þar sem hann gerði góða hluti, og varð hann fljótur að skapa sér nafn. Árið 1995 var hann neyddur til að skpita um tónlistanafn, M&M, vegna ágreinings um höfundarrétts Mars, Inc., sem framleiðir súkkulaði hnappa M&M's. Þess í stað fann hann upp nafnið Eminem, MM (á ensku, M og M), sem eru upphafsstafir hans.

Eminem kynntist Kimberly árið 1989 þegar hann var fimmtán ára og hún þrettán ára í partíi hjá sameiginlegum vin.[1] Eminem og Kimberly giftust 19992001. Nú býr hann með dóttur sinni í Los Angeles sem heitir Hailie Jade Matthers, hún hefur tekið þátt í nokkrum lögum hans.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Feril hans í tónlistinni hófst þegar hann fékk samning við Aftermath Records árið 1997. Það var rapparinn og framleiðandinn Dr. Dre, sem sá hann eftir að hann hafnaði í öðru sæti í rappkeppni. Hljómplatan The Slim Shady LP var gefin út árið 1999 hann fékk heiminum til að vakna upp við þessa hljómplötu. Platan var þrefaldur sigurvegari í vali rappheimsins, og hann gerði lagið Guilty Conscience sem varð mjög frægt.

Seinna fann Eminem nöfn eins og 50 Cent og Obie Trice, sem áttu rappferil þökk sé Eminem þeir hefðu aldrei orðið rapparar hefðu þeir ekki kynnst Eminem. Eminem hefur hjálpað fjölmörgum að gera plötur og lög.

Eminem hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars Óskarsverðlauna.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]