Eminem
Eminem (fæddur þann 17. október 1972 sem Marshall Bruce Mathers III, í Kansas City, Missouri, Bandaríkjunum) er bandarískur rappari sem var einn vinsælasti og umdeildasti rapparinn á sínum tíma.
Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]
Hann ólst upp í Detroit og byrjaði að rappa fjórtán ára. Eftir nokkur ár tók hann þátt í rappkeppni í landi sínu, þar sem hann gerði góða hluti, og varð hann fljótur að skapa sér nafn. Árið 1995 var hann neyddur til að skpita um tónlistanafn, M&M, vegna ágreinings um höfundarrétts Mars, Inc., sem framleiðir súkkulaðihnappa M&M's. Þess í stað fann hann upp nafnið Eminem, MM (á ensku, M og M), sem eru upphafsstafir hans.
Eminem kynntist Kimberly árið 1989 þegar hann var fimmtán ára og hún þrettán ára í partýi hjá sameiginlegum vin.[1] Eminem og Kimberly giftust 1999 – 2001. Þessa dagana býr hann með dóttur sinni (Hailie Jade Matthers) í Los Angeles. Hún hefur tekið þátt í nokkrum lögum hans.
Ferill[breyta | breyta frumkóða]
Ferill hans í tónlist hófst þegar hann fékk samning við Aftermath Records árið 1997. Það var rapparinn og plötuframleiðandinn Dr. Dre, sem sá hann eftir að hann hafnaði í öðru sæti í rappkeppni. Hljómplatan The Slim Shady LP var gefin út árið 1999 hann fékk heiminum til að vakna upp við þessa hljómplötu. Platan var þrefaldur sigurvegari í vali rappheimsins, og hann gerði lagið Guilty Conscience sem varð mjög frægt.
Eminem hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars Óskarsverðlauna.