Hljóðgervlapopp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hljóðgervlapopp (einnig þekkt sem synthpop) er tónlistarstefna sem setur hljóðgervla í forgrunn.[1][2] Hljóðgervlapopp var ríkjandi á áttunda áratugnum og er hljóðgervill í raun einkennandi hljóðfæri þess áratugar. Aðrar tónlistarstefnur sem notuðu hljóðgervil voru elektrónískar tónlistarstefnur eins og framsækið rokk og diskó. Þrátt fyrir það þá ná rætur þessarar stefnu til baka til 7. áratugsins. Þar voru hljómsveitir farnar að fikta sig áfram með syntha í lögunum sínum og má þar nefna hljómsveitirnar Beach Boys og The Monkees. Hljóðgervlarnir breyttu einkenni fyrrnefndu sveitarinnar ekkert. Fjórða plata The Monkees Pisces, Aquarius, Capricorn & Jones Ltd. innihélt hinn þekkta Moog synth á tveimur lögum. Fyrsta platan til að vera spiluð alfarið á hljóðgervil var Switched on Bach með Wendy Carlos. Hún innihélt lög Bach, spiluð á Moog hljóðgervil. Japan og Bretland voru fremst í þróun hljóðgervlapopps.

Í Þýskalandi var önnur hljómsveit að fikra sig áfram með hljóðgervla. Það var hljómsveitin Organisation, betur þekkt sem Kraftwerk, en þeir breyttu nafninu árið 1970. Tónlistin þeirra fór að vera taktfastari en áður þekktist og þar af leiðandi hlustendavænni. Annar tónlistarmaður, frakkinn Jean-Michel Jarre, fór að fikta sig áfram og hóf að blanda syntha tónlist saman við óperu.[3]

Í enda níunda áratugarins fór hljóðgervlapopp að missa vinsældirnar og gaf undan eftir Indie-raftónlist og elektróclash.

Uppruni[breyta | breyta frumkóða]

Erfitt er að átta sig á hvað sé hljóðgervlapopp og hvað sé Europop eða Evrópskt diskó. Allt er þetta í raun svipað og að flokka þetta endanlega er jafn erfitt og að flokka allt rokk í sérflokk. Evrópska diskóið og hljóðgervlapoppið áttu það sameginilegt að hljóðgervillinn var í forgrunni og er þetta að vissu leyti ein og sama stefnan. Evrópska diskóið er eins og gefur til kynna er evrópsk stefna sem á rætur sínar að rekja til Ítalíu þrátt fyrir að innblásturinn sé í jazz, sálartónlist og fönk sem var ein heitasta stefnan í Bandaríkjunum. Í Ítalíu var þessi stefna því alsráðandi og má helst nefna Scotch og Ken Lazlo af þeim ítölsku listamönnum. Í Þýskalandi var þessi stefna einnig nokkuð vinsæl og voru hljómsveitir á borð við Modern Talking og Fancy vinsælar þar. Stíllinn var ekki bundinn við Suður-Evrópu og var Írland einnig þekkt fyrir þessa stefnu.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Upphaf[breyta | breyta frumkóða]

Hljóðgervlapopp var eitt helsta einkenni svokallaðrar new wave sem átti sér stað frá lok 1970 til mið 1980. Fóru hljómsveitir að leitast við að nota syntha í lögunum sínum og litu upp til David Bowie og Roxy Music til að nefna einhverja en þeim hafði tekist að þróa hljóðgervlapoppið, úr því tilraunakennda formi Kraftwerk, yfir í mun hlustendavænni tónlist. Fljótlega fóru aðrar hljómsveitir að nýta sér hljóðgervlana. Hljóðgervlapoppið var farið ryðja sér til rúms. Hljómsveitirnar Depeche Mode og The Human League voru þar stærstar. Báðar voru þær breskar en þar átti einmitt helsta þróun hljóðgervlapoppsins sér stað.

Hljóðgervlar urðu ódýrari og auðveldari í notkun. Við enda áttunda áratugarins var hljóðgervlapopp orðið eitt af aðalhljóðfærum tónlistargerðar hjá mörgum tónlistarmönnum. Sem gerði það að verkum að hljóðgervlapoppið, sem einblíndi aðalega á hljóðgervil, varð til. Það var orðið sérstaklega algengt í Englandi, en þar á meðal þekktra tónlistarmanna má nefna Gary Numan, Human League og Ultravox.[4]

Vinsældir[breyta | breyta frumkóða]

Á áttunda áratugnum var ein fyrsta meginstraumshljómsveitin sem braust upp á yfirborðið með dansvænni tónlist Duran Duran.[4] Tókst þeim að gera tónlistina mýkri og hlýrri og þar af leiðandi hlustendavænni. Með auknum vinsældum sveitarinnar fóru nýjar hljómsveitir að reyna við slíka tónlist en áttu í raun aldrei meir en eitt vinsælt lag (fyrir utan The Human Leage og Eurythmics) á meðan að Duran Duran komst á þann stall að vera kallaðir „stjörnur“. Var því „one-hit wonders“ einkennandi fyrir þessa stefnu.[5]

Í Japan naut bandið Yellow Magic Orchestra miklar vinsældir og greiddi götu fyrir öðrum hljóðgervlapoppssveitum eins og P-Model, Plastics og Hikashu. Um 1979 fór hljómsveitin Sparks af stað og gerðu garðinn frægan með svuntupopps-plötunni sinni “No. 1 In Heaven”.

Hljómsveitir[breyta | breyta frumkóða]

Eins og áður var nefnt þá var Kraftwerk ein fyrsta hljómsveitin til að hefja notkun á hljóðgervlum í sínum verkum uppúr 1970. Vinsældirnar jukust hratt en voru flest hljóðgervlapopps bönd stofnuð í kringum 1980. Á meðal hljómsveita frá þessu tímabili voru Eurythmics, Tears for Fears, Thompson Twins, New Order og A-ha.

Líklegast stærsta og vinsælasta sveit þessarar stefnu er þó líklega sænska ofurgrúbban Abba. Þau áttu 18 lög sem fóru á evrópska topp tíu listann, í röð. Vinsældir þeirra jukust gífurlega eftir að þau tóku þátt og sigruðu Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo.[6]

Dauði og endurvakning[breyta | breyta frumkóða]

Upp úr 1984 fór hljóðgervlapoppið að deyja út. Lög Pet Shop Boys og The Commands komust þó á vinsældarlista danstónlistar í Bandaríkjunum. Hljóðgervlar hafa þó ekki horfið úr lögum. Þeir eru enn í mjög mörgum lögum þrátt fyrir að flokkast ekki undir stefnuna „synthpop“. (Webcitation) Hljóðgervillinn lifði samt sem áður góðu lífi og fór hann að færast yfir í aðrar stefnur. House-tónlistin byrjaði að koma til Englands upp úr 1987. Þar er hljóðgervillinn í forgrunni ásamt dansvænum 4/4 takti.[7] Hljóðgervlar urðu einnig vinsælir í popptónlist og raftónlist þó hljóðgervlapoppið hafi dáið út.[8]

Teknó fór að þróast upp úr 1991 og var hvað vinsælast í Belgíu og Hollandi. Er það einnig mikið byggt á hljóðgervlum en er mun harðara og myrkra en house og hljóðgervlapopp.

1992 kom evrópska diskóið svo aftur. Það hafði breyst aðeins og var hefðbundna evrópska diskó hljómvseitin samansett af þýskum eða ítölskum upptökustjóra, svörtum karlmanns rappara og konu að syngja.[9]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Tímarit.is. „Tímarit“.
  2. The Free Dictionary. „Synth-pop“.
  3. Synth.nu. „The history of synthpop“.
  4. 4,0 4,1 Niklas Forsberg. Synthpop in the USA. Spotlight. Skoðað 11. mars 2012.
  5. Webcite. „Synthpop“.
  6. Simon Frith Jr. „Europop“.
  7. JDZ Hype. „House music“.
  8. Andrew Stout. Yellow Magic Orchestra on Kraftwerk and how to write a melody during a cultural revolution, Yellow magic Orchestra Skoðað 11. mars 2012.
  9. Synth.nu. „The history of synthpop“.