Kristín Steinsdóttir
Kristín Steinsdóttir (fædd 11. mars 1946) er íslenskur rithöfundur. Hún hefur aðallega skrifað bækur fyrir börn og unglinga og þýtt barnabækur úr þýsku. Einnig hefur hún samið leikrit og skáldsögur fyrir fullorðna.
Kristín fæddist og ólst upp á Seyðisfirði. Hún er stúdent frá Menntaskólanum frá Akureyri árið 1967 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1968. Hún lauk síðar B.A. prófi í dönsku og þýsku frá Háskóla Íslands. Kristín kenndi við gagnfræðadeild Réttarholtsskóla í þrjú ár og fór svo til náms í Danmörku í dönsku og dönskum bókmenntum. Árin 1972 til 1978 var hún búsett í Göttingen í Þýskaland og árið 1978 í Noregi og flutti til Íslands árið 1979 og bjó lengst af á Akranesi.
Kristín kenndi við Brekkubæjarskóla og síðar við Fjölbrautaskóla Vesturlands en sneri sér alfarið að ritstörfum árið 1988. Kristín var í stjórn Rithöfundasambands Íslands árin 1993-2001 og formaður stjórnar Samtaka íslenskra barna- og unglingabókahöfunda (SÍUNG) árin 1999 – 2003.
Kristín hefur samið fjölda barnabóka og einnig skáldsögur fyrir fullorðna. Kristín hlaut meðal annars Menningarverðlaun DV í bókmenntum fyrir skáldsöguna Ljósa og Fjöruverðlaunin 2011. Skáldsagan Á eigin vegum var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2008. Kristín hefur einnig hlotið viðurkenningar fyrir barnabækur sínar, meðal annars Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir fyrstu bók sína, Franskbrauð með sultu, og Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur og Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir bókina Engill í Vesturbænum. Hún hefur einnig samið leikrit og sögur í samstarfi við systur sína, Iðunni Steinsdóttur rithöfund.
Kristín var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2013 fyrir framlag sitt til íslenskra bókmennta
Bækur eftir Kristínu
[breyta | breyta frumkóða]- 1987 - Franskbrauð með sultu
- 1988 - Fallin spýta
- 1989 - Stjörnur og strákapör
- 1991 - Fjólubláir dagar
- 1992 - Draugar vilja ekki dósagos
- 1994 - Draugur í sjöunda himni
- 1994 - Ármann og Blíða
- 1995 - Abrakadabra
- 1997 - Vestur í bláinn
- 1998 - Ormurinn
- 1999 - Kleinur og kaffi
- 2000 - Krossgötur
- 2002 - Engill í Vesturbænum
- 2004 - Vítahringur: Helgusona saga
- 2004 - Sólin sest að morgni
- 2005 - Rissa vill ekki fljúga
- 2006 - Á eigin vegum
- 2006 - Hver étur ísbirni?
- 2009 - Hetjur
- 2010 - Ljósa
- 2012 - Bjarna-Dísa
- 2014 - Vonarlandið
- 2017 - Ekki vera sár
- 2020 - Yfir bænum heima