Fara í innihald

Brekkubæjarskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brekkubæjarskóli er annar tveggja grunnskóla á Akranesi. Hinn skólinn er Grundaskóli.

Brekkubæjarskóli hét lengi vel Barnaskólinn á Akranesi. Í nokkur ár hét hann Grunnskólinn á Akranesi, en þegar grunnskólar staðarins urðu tveir árið 1982 var skólinn nefndur Brekkubæjarskóli sem dregur nafn sitt af bænum sem áður stóð þar sem skólinn er nú staðsettur.

Barnaskólinn á Akranesi tók til starfa haustið 1880 í nýju skólahúsi við götu sem dró nafn sitt af því, Skólabraut. Skólinn flutti í stærra hús við sömu götu árið 1912 og þar var hann til 1950, þann 19. nóvember það ár fluttist skólinn í núverandi húsnæði sem síðan hefur verið byggt við þrisvar sinnum. Næstu árin eftir að fjölbrautarskóli var stofnaður og Gagnfræðaskólinn á Akranesi lagður niður árið 1977, bættust þrír árgangar við í Brekkubæjarskóla og hefur hann síðan þá verið heildstæður grunnskóli með tíu árganga, þ.e. 1. til 10. bekk.

Brekkubæjarskóli hefur verið einsetinn frá 2001, þ.e. allir nemendur hefja skóladag kl. 8 að morgni og hver bekkjardeild hefur sína stofu. Árið 2004 tók til starfa mötuneyti fyrir nemendur þar sem boðið er upp á heita máltíð í hádeginu.

Félagsstarf

[breyta | breyta frumkóða]

1. og 2. bekkur hefur aðgang að félagsmiðstöðinni Grundasel. 3. og 4. bekkur hefur aðgang að félagsheimilinu Krakkadal. 13-16 ára hafa aðgang að Arnardal, 16-25 ára hafa aðgang að Hvíta húsinu.

Merki akraness  Þessi Akranesgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.