„Íslensk matargerð“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
+Saga
Merki: 2017 source edit
Ekkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
Lína 8: Lína 8:


== Saga ==
== Saga ==
Rætur íslenskrar matargerðar má rekja til menningar sem norrænir menn komu með við landnám Íslands á 9. öld og byggðist á [[sjálfsþurftarbúskapur| sjálfsþurftarbúskapi]]. Við kristnitöku um fyrstu aldarmótin voru teknar upp þær hefðir að [[fasta]] og neyða [[hrossakjöt]]s. [[Litla ísöldin]] á 14. öld hafði töluverð áhrif á búskap enda bændum tókst ekki lengur að rækta [[bygg]]. Íslendingar þurftu því að flytja inn korn. Kólnunin hafði jafnframt áhrif á húsakynni: [[landnámsbær|landsnámsbæir]] véku fyrir [[torfbær|torfbæjum]] með aðskildum herbergjum og almennilegu eldhúsi.
Rætur íslenskrar matargerðar má rekja til [[Landnámsöld|landnámsaldar]], þegar norrænir menn komu með menningu sem byggðist á [[sjálfsþurftarbúskapur|sjálfsþurftarbúskapi]]. Við [[Kristnitakan á Íslandi|kristnitöku]] um fyrstu aldarmótin voru teknar upp þær hefðir að [[fasta]] og neyða [[hrossakjöt]]s. [[Litla ísöldin]] á 14. öld hafði töluverð áhrif á búskap enda bændum tókst ekki lengur að rækta [[bygg]]. Íslendingar þurftu því að flytja inn korn. Kólnunin hafði jafnframt áhrif á húsakynni: [[landnámsbær|landsnámsbæir]] véku fyrir [[torfbær|torfbæjum]] með aðskildum herbergjum og almennilegu eldhúsi.


== Heimildir ==
== Heimildir ==

Útgáfa síðunnar 13. janúar 2020 kl. 12:04

Ýmiss konar Þorramatur.

Íslensk matargerð hefur verið mótuð af legu landsins og veðurfari. Meðal lykilatriða íslenskrar matargerðar eru lambakjöt, mjólkurafurðir og fiskur. Vegna einangrunar og skorts á fersku hráefni á veturna hefur sögulega verið þörf á að geyma matvæli með því að leggja þau í mysu eða lögur, salta, þurrka eða reykja. Til vinsæls íslensks fæðis má telja skyr, hangikjöt, kleinur, laufabrauð og bollur. Þorramatur samstendur af hlaðborði með kjöti, fiski, rúgbrauði og brennivíni og er helst borðaður á Þorrablóti.

Við aukinn innflutning matvæla hefur íslensk matargerð færst nær evrópskum venjum. Neysla grænmetis og ávaxta hefur aukist á síðustu áratugum meðan dregið hefur úr neyslu fisks. Samt borða Íslendingar ennþá meiri fisk en aðrar vestrænar þjóðir.[1]

Síðustu árin hefur enn meiri áhersla verið lögð á gæði og rekjanleika hráefnis. Nýíslensk matargerð sækir innblástur í nýnorrænni matargerð, þar sem ferskleika og einfaldleika er gert hátt undir höfði. Helstu hráefnin eru sjávarfang, sjófuglar og egg þeirra, lax og urriði, krækiber, bláber, rabarbari, mosi, villisveppir, blóðberg, skessujurt, ætihvönn og þang.

Saga

Rætur íslenskrar matargerðar má rekja til landnámsaldar, þegar norrænir menn komu með menningu sem byggðist á sjálfsþurftarbúskapi. Við kristnitöku um fyrstu aldarmótin voru teknar upp þær hefðir að fasta og neyða hrossakjöts. Litla ísöldin á 14. öld hafði töluverð áhrif á búskap enda bændum tókst ekki lengur að rækta bygg. Íslendingar þurftu því að flytja inn korn. Kólnunin hafði jafnframt áhrif á húsakynni: landsnámsbæir véku fyrir torfbæjum með aðskildum herbergjum og almennilegu eldhúsi.

Heimildir

  Þessi matar eða drykkjargrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.