Kleina
Jump to navigation
Jump to search
Þessi matar eða drykkjargrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Kleina er lítil snúin kaka steikt í feiti (til dæmis tólg) og hefur lengi verið vinsælt kaffibrauð á Íslandi. Kleinur eru skornar út með kleinujárni (kleinuskera). Fyrrum steiktu menn stundum kleinur í lýsi, en það var sjaldgæft.
Strangt til tekið er rangt að tala um að baka kleinur þar sem þær eru ekki bakaðar heldur steiktar. [1]
Kaffibrauðið kleina er ættað frá Danmörku en þar er það jóla-bakkelsi. Nafnið „kleina“ er íslenskun danska nafnsins „klejne“, sem er dregið frá danska lýsingarorðinu „klejn“ sem merkir grannur, mjór eða pervisaleg/ur.Í Noregi heitir kleina fattigmann, í Danmörku klejne, í Svíþjóð klenäter.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]
