Skessujurt
Skessujurt | ||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | ||||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||||
Levisticum officinale L. Koch. |
Skessujurt (fræðiheiti Levisticum officinale) er stórvaxin jurt sem venjulega er 1 -1½ metri á hæð en getur þó orðið yfir 2 metrar. Hún er skyld sellerí og eru bæði laufblöð og fræ notuð sem krydd. Skessujurt blómgast í júlí og eru blómin gulgræn að lit.
Skessujurt getur bæði verið notuð til lækninga og matargerðar og eru laufin notuð sem krydd en jarðstöngull og rót til lækninga. Á miðöldum var skessujurt gjarnan ræktuð við klaustur.
Heimild[breyta | breyta frumkóða]
- „Hvernig var skessujurt notuð til lækninga?“ á Vísindavefnum