Munur á milli breytinga „Fanganýlenda“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: thumb|right|Bresk fanganýlenda á Andamaneyjum um 1895. '''Fanganýlenda''' er byggð sem reist er fyrir fanga í útlegð til að ein...)
 
 
'''Fanganýlenda''' er [[byggð]] sem reist er fyrir [[fangi|fanga]] í [[útlegð]] til að einangra þá á afskekktum stað. Fanganýlendur eru oftast settar upp á [[eyja|eyjum]] eða í fjarlægum [[hjálenda|hjálendum]]. Orðið er oftast notað um samfélög fanga þar sem fangaverðir og alvaldir landstjórar fara með öll völd, en ekki um [[fangelsi]], þótt það kunni að vera afskekkt.
 
Fanganýlendur voru í sögunni reistar í kringum [[hegningarvinna|hegningarvinnu]] fanga í stórum stíl í vanþróuðum nýlendum. Í reynd voru slíkar fanganýlendur lítið annað en [[þrælabúðir]]. [[Bretland|Bretar]], [[Frakkland|Frakkar]] og önnur [[nýlenduveldi]] settu gjarnan upp fanganýlendur í nýlendum sínum, stundum með eins konar [[vistarband]]sfyrirkomulagi sem fangar gátu unnið af sér. Breskir fangar voru sendir í [[Chesapeake-nýlendurnar]] í [[Maryland]] og [[Virginía|Virginíu]] í Norður-Ameríku. Slíkir fangar voru allt að fjórðungur brottfluttra frá Bretlandseyjum á 18. öld. Fylkið [[Georgía (fylki)|Georgía]] var upphaflega stofnað sem fanganýlenda fyrir skuldafanga. Uppreisnarmenn í uppreisnum [[Skotland|Skota]] og [[Írland|Íra]] voru líka sendir til Ameríku. Eftir [[Frelsisstríð Bandaríkjanna]] hófu Bretar að senda fanga til [[Ástralía|Ástralíu]], [[Norfolkeyja|Norfolkeyju]] og [[Tasmanía|Tasmaníu]]. Stríðsfangar í [[Seinna Búastríðið|seinna Búastríðinu]] voru sendir í nauðungarvinnu til [[Bermúda]]. Á [[Indland]]i ráku Bretar líka fanganýlendur á [[Andamaneyjar|Andamaneyjum]] og [[Hijli-fangabúðirnar|Hijli]].
 
Franskar fanganýlendur voru meðal annars [[Djöflaeyjan (Frönsku Gvæjana)|Djöflaeyjan]] (''Île du Diable'') í [[Franska Gvæjana|Frönsku Gvæjana]], [[Nýja-Kaledónía]] og [[Furueyja]] í Kyrrahafi þangað sem pólitískir andófsmenn voru sendir.

Leiðsagnarval