Fara í innihald

Gúlag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gúlagið)
Kort yfir Gúlag-fangabúðakerfið
Girðing í kringum gúlagið Perm-36

Gúlag er samheiti um þrælkunarbúðir í Ráðstjórnarríkjunum, dregið af rússneskri skammstöfun á Miðstöð vinnubúða (ГУЛАГ, Главное управление лагерей). Leynilögreglan, GPÚ, síðar NKVD, enn síðar MVD, sá um að stjórna búðunum, sem voru dreifðar um öll Ráðstjórnarríkin. Fyrstu búðirnar voru settar upp 1918, skömmu eftir valdatöku bolsévíka. Gúlagfangar grófu Hvítahafskurðinn. Nokkrar bækur hafa komið út á íslensku eftir fanga í slíkum þrælkunarbúðum, en orðið varð frægt, þegar Aleksandr Solzhenitsyn lýsti Gúlaginu eins og eyjum, sem dreifðar væru um öll Ráðstjórnarríkin.