Fara í innihald

Kambríumtímabilið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kambríum)
Steingerður þríbroti (Redlichia chinensis) frá kambríumtímabilinu sem var grafinn upp í Kína. Þríbrotar eru ásamt risaeðlunum þekktustu steingervingarnir á tímanum fyrir nýlífsöld.

Kambríumtímabilið er upphaf fornlífsaldar sem aftur er upphaf tímabils sýnilegs lífs. Það hófst fyrir 542 ± 1,0 milljón árum síðan og lauk fyrir 488,3 ± 1,7 milljón árum þegar ordóvisíumtímabilið gekk í garð.

Kambríumtímabilið er fyrsta tímabilið í jarðsögunni þar sem finnast margir og stórir steingervingar fjölfrumunga. Þessi skyndilega aukning á stærri og flóknari lífverum nefnist kambríumsprengingin. Hin útdauðu liðdýr þríbrotar og frumstæðar jurtir eru meðal lífvera sem birtust á þessu tímabili.

Kambría er umritun á Cambria sem er umritun á Cymru sem er velska heitið yfir Wales, en þar voru jarðlög frá tímabilinu fyrst könnuð.