Kalda stríðið á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kalda stríðið er hugtakið sem er notað um tímabil togstreitu, pólitíska, átaka og efnahagslegrar og fleira. Kalda stríðið byrjaði þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk árið 1945 og einkenndist af spennuástandi milli tveggja risavelda, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna sem kepptu um áhrif og völd í heiminum.

Íslendingar fengu hervernd frá Bandaríkjamönnum á stríðsárunum en þeir vildu síðan ekki fara úr landinu eftir stríðið. Ólafur Thors gerði síðan samning við Bandaríkjamenn að þeir fengu að nota Keflavíkurflugvöllinn eftir stríðið en herliðið mátti ekki vera á landinu, með því skilyrði að Íslendinga fengju að eiga flugvöllinn.

Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn studdu aðild Íslands að NATO en Sósíalistaflokkurinn var á móti því. Þegar var lokaumræða um inngöngu í NATO var haldinn fundur á Lækjartorgi og Austurvelli. Það var mikið af slagsmálum gegn Alþingi. Táragas var notað gegn mannfjöldanum til að losna við grjóthríð og slagsmál. Enginn slasaðist alvarlega.

Nýsköpunastjórn var mynduð haustið 1944 undir stjórn Ólafs Thor, formanns Sjálfstæðisflokksins. Þeirra markmið var að skapa atvinnulíf fyrir Íslendinga með því að nota fé sem Íslendingar áttu í erlendum banka. Peningarnir voru notaðir til að kaupa báta, hraðfrystihús, togara og fleira. Ekki gekk áætlunin upp eins og þeir áttu von á. Þeir fengu samt að halda stjórn vegna kosninga sem voru haldnar árið 1946.

Kalda stríðið á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Í byrjun seinni heimsstyrjaldarinar hafnaði íslenska ríkistjórnin vernd frá Bretum vegna hlutleysisyfirlýsingarinnar en Bretar tóku það ekki alvarlega og mánuði eftir hernám Danmerkur árið 1940 komu þeir með skip til Íslands og hernámu landið. Íslendingar voru frekar fegnir að hernámsliðið var breskt en ekki þýskt.[heimild vantar] Árið 1941 gerðu Bretar samning við Íslendinga og Bandaríkin um að þau tækju við vernd landsins og 7. júní 1941 komu Bandaríkjamenn með fimm þúsund manna herlið til Íslands. Það veitti eitt til tvö þúsund Íslendingum atvinnu og tekjur þeirra af hernum námu að meðaltali um 5% af erlendum gjaldeyristekjum. Þeir lofuði þó að hverfa úr landinu um leið og stríðinu lyki en þegar því lauk ákváðu Bandaríkjamenn að þeir vildu hafa herliðið áfram á landinu. Íslendingar höfnuði en þeir neituðu að fara.[1]

Ólafur Thors forsetisráðherra gerði samning við Bandaríkjamenn, Keflavíkursamninginn, haustið árið 1946 og varð hann til þess að binda enda á samstarfið í Nýsköpunarstjórninni milli sósíalista og sjálfstæðismanna. Í honum var líka gert ráð fyrir því að Bandaríkjaher færi af landinu innan hálfs árs og Keflavíkurflugvöllurinn yrði að eign Íslendinga en Bandaríkjamenn gætu samt fengið aðstöðu á Keflavíkurflugvelli fyrir boragaralega klætt starfslið vegna herflutninga til og frá Evrópu. Samningurinn var samþykktur á Alþingi með 32 atkvæðum gegn 19. Sósíalistar slitu samstarfinu í Nýsköpunarstjórninni vegna þess að Sósíalistaflokkurinn og hluti Alþýðuflokksmanna og Framsóknarmanna taldi að samningurinn væri óviðunandi brot á hlutleysisstefnu Íslendinga. Síðan tók kalda stríðið völdin í íslenskum stjórnmálum.[2][3][4]

Ísland í NATO[breyta | breyta frumkóða]

Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur undir stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar ákváðu að Ísland skyldi ganga í NATO í mars 1949 með því skilyrði að Bandaríkjaher yrði að fara úr landi á friðartímum en þessi skilyrði voru hvergi skráð í samninginn. Sósíalistaflokkurinn var eini flokkurinn sem stóð gegn aðildinni. Menn óttuðust að Sósíalistaflokkurinn myndi reyna að koma af stað byltingu með stuðningi Sovétmanna eins og gert var í Tékkóslóvakíu árið 1948. Marshallaðstoðin 19481952 hafði haldið efnahag Íslendinga á floti og jók líklega áhuga ráðamanna á samstarfi við Bandaríkin.[5][6]

Klukkan 10 um morguninn 30. mars 1949 var lokaumræða um tillöguna um inngöngu Íslands í NATO. Fréttablaði var dreift um bæinn og tilkynnt var um að fólk skyldi safnast saman á útifund klukkan 1 í Lækjargötu við Miðbæjarskólann og krefjast þar þjóðaratkvæðagreiðslu um inngönguna en aldrei fékkst leyfi til að halda fundinn. Stuðningsmenn aðildarinnar að NATO dreifðu síðan öðrum miða, undirrituðum af formönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknaflokks og Alþýðuflokks. Þar var skorað á friðsama borgara að koma á Austurvöll milli klukkan 12:00 og 13:00 til að sýna að þeir vildu að Alþingi hefði starfsfrið.[7]

Sigurður Guðnason alþingismaður sósíalista hélt tvær ræður á fundi í Lækjargötu og ályktun var samþykkt um að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu. Síðan fór fólk á Austurvöll og safnaðist saman þar. Talið er að þar hafi verið um 10 til 15 þúsund manns á Austurvelli þennan dag og fólksfjöldi í Reykjavík var 55 þúsund á þessum tíma og 30 þúsund kjósendur. Fyrst byrjaði fólk að hrópa og síðan var kastað eggja-, mold- og grjóthríð að Alþingishúsinu. Einn þingmaður fékk glerbrot í auga og stein í höndina.[8]

Fundinum lauk 14:30 en fólk hélt áfram að kasta grjóti og endaði með því að lögreglustjóri gaf skipun um að dreifa mannfjöldanum. Lögreglan reyndi tvisvar sinnum en það tókst ekki. Mikið var af slagsmálum á svæðinu. Lögreglan ákvað síðan að varpa táragassprengju á mannfjöldanum. Það tók örfáa stund að tæma Austurvöll. Í átökunum meiddust fimm lögreglumenn og nokkrir almennir borgarar.[9]

Stjórnmál eftir stríð[breyta | breyta frumkóða]

Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Sósíalistaflokkur mynduðu ríkisstjórn undir formennsku Sjálfstæðisflokksins, Ólafs Thors, haustið 1944 og þau kölluðu sig Nýsköpunarstjórn. Markmið þeirra var að byggja upp nútímasamfélag á Íslandi með því að tryggja sjálfstæði og öryggi Íslands út á við og hefja stórvirka nýsköpun í atvinnulífi þjóðarinnar. Ríkisstjórnin gerði ráð fyrir því að helmingi frjársins sem Íslendingar áttu, tæplega sex milljónir króna, í erlendum bönkum til að byggja upp atvinnulífsins. Það voru keyptir 30 togarar, bátar, þrjár síldarverksmiðjur, hraðfrystihús og fleira. Á tveimur árum var næstum því búið að eyða öllum fjármunum sem voru til og afleiðingarnar voru ekki eins góðar og þau áttu von á. Stjórnaflokkarnir vildu efla íslenskan sjávarútveg og iðnað til að stuðla að aukinni borgarmenningu en Framsóknarflokkurinn var á móti því vegna þess að hann vildi umfram annað efla sveitirnar, samvinnufélögin og ýmsan smáiðnað sem setið hafði í stjórn árið 1927. Hugmyndir Nýsköpunarstjórnarinnar voru í raun hugmyndir frá Alþýðuflokknum frá fjórða áratugnum þegar var mynduð stjórn hinna vinnandi stétta. Nýsköpunarstjórnin leit vel út í pappír en ekki við efnahagslegan veruleika.[10][11]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Gunnar Karlsson (2000): 58-63.
 2. Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): 271.
 3. Gunnar Karlsson (2000): 62.
 4. Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur Ísberg (2005): 376.
 5. Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur Ísberg (2005): 380.
 6. Gunnar Karlsson (2000): 62.
 7. Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur Ísberg (2005): 380.
 8. Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur Ísberg (2005): 380.
 9. Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur Ísberg (2005): 380.
 10. Gunnar Karlsson (2000): 62
 11. Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur Ísberg (2005): 376

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 • Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur Ísberg. Íslands sagan í máli og myndum. (Reykjavík: Mál og menning, 2005).
 • Gunnar Karlsson. Íslandssaga í stuttu máli. (Reykjavík: Mál og menning, 2000).
 • Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson. Nýir tímar. Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta. (Reykjavík: Mál og menning, 2006).