Fara í innihald

Mobutu Sese Seko

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Joseph Mobutu)
Mobutu Sese Seko
Mobutu í Pentagon í Bandaríkjunum þann 5. ágúst 1983.
Forseti Saír
Í embætti
24. nóvember 1965 – 16. maí 1997
Forsætisráðherra
ForveriJoseph Kasa-Vubu
EftirmaðurLaurent-Désiré Kabila
Persónulegar upplýsingar
Fæddur14. október 1930
Lisala, belgíska Kongó
Látinn7. september 1997 (66 ára) Rabat, Marokkó
DánarorsökBlöðruhálskrabbamein
MakiMarie-Antoinette Mobutu (g. 1977)
Bobi Ladawa Mobutu (g. 1980)
Börn14
StarfHermaður, stjórnmálamaður

Mobutu Sese Seko Kuku Ngbendu Wa Za Banga (nafnið merkir „stríðsmaðurinn sem skilur eftir sig slóð af eldi“ eða „stríðsmaðurinn sem býður aldrei ósigur vegna þreks síns og óbilandi viljastyrks, er alvaldur og skilur eftir sig eld er hann heldur til nýrra landvinninga“), fæddur Joseph-Désiré Mobutu (14. október 1930 – 7. september 1997) var einræðisherra og forseti Austur-Kongó (sem Mobutu gaf nafnið Saír árið 1971) frá 1965 til 1997.

Þegar Mobutu komst til valda stofnaði hann gerræðislega stjórn, makaði sjálfur krókinn á kostnað ríkisins og reyndi að hreinsa burt öll áhrif nýlenduvæðingar í Kongó. Hann naut mikils stuðnings frá Bandaríkjunum og Bretlandi vegna andkommúnískra sjónarmiða sinna.

Á meðan á Kongódeilunni stóð árið 1960 hjálpuðu belgískar hersveitir Mobutu að fremja valdarán gegn þjóðernissinnaðri ríkisstjórn Patrice Lumumba. Lumumba var fyrsti lýðræðislega kjörni leiðtogi Kongó en honum var fljótt steypt af stóli af Mobutu og hann síðan framseldur aðskilnaðarsinnum í Katanga-ríki, sem tóku hann af lífi.[1] Mobutu gerðist síðan leiðtogi hersins[2] og tók sér formlega völd eftir annað valdarán árið 1965. Mobutu rak stefnu „áreiðanlegrar þjóðernisímyndar“ og breytti því nafni landsins í Saír árið 1972 og sínu eigin nafni í Mobutu Sese Seko árið 1972.

Mobutu setti á fót flokksræði þar sem öll völd voru í hans höndum. Hann hvatti einnig til mikillar foringjadýrkunar á sjálfum sér.[2] Á valdatíð sinni byggði Mobutu upp afar miðstýrt ríki og safnaði sjálfur miklum auðæfum með því að arðræna það. Því er stjórnarfar hans jafnan talið þjófræði.[3][4] Þjóðin þurfti að glíma við mikla verðbólgu, skuldir og stöðuga gjaldfellingu. Árið 1991 leiddu efnahagsörðugleikar til þess að Mobutu féllst á að deila völdum með leiðtogum stjórnarandstöðunnar en hann notaði þó hervald til að koma í veg fyrir verulegar breytingar til ársins 1997. Það ár ráku uppreisnarmenn undir stjórn Laurent-Désiré Kabila hann úr landinu með stuðningi rúandskra og úgandskra hermanna í fyrra Kongóstríðinu. Mobutu var þá sárþjáður af krabbameini í blöðruhálskirtli og lést þremur mánuðum síðar í Marokkó.

Mobutu var alræmdur fyrir spillingu og frændhygli. Talið er að hann hafi dregið sér andvirði um 4–15 milljarða Bandaríkjadala úr ríkissjóði á valdatíð sinni. Auk þess var hann þekktur fyrir eyðslusemi og var vanur að fara reglulega í dýra verslunarleiðangra til Parísar á lúxusflugvélum.[5] Mobutu réð yfir Austur-Kongó í rúma þrjá áratugi og var þekktur fyrir stöðug brot á mannréttindum. Ásamt Idi Amin er hann talinn hinn „dæmigerði afríski einræðisherra“.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Correspondent:Who Killed Lumumba-Transcript“. BBC. Sótt 21. maí 2010. 00.36.57
  2. 2,0 2,1 „Mobutu Sese Seko“. The Columbia Electronic Encyclopedia. Columbia University Press. 2012. Sótt 30. apríl 2013.
  3. Acemoglu, Daron; Robinson, James A. & Verdier, Thierry (maí 2004). „Kleptocracy and Divide-and-Rule: A Model of Personal Rule“. Journal of the European Economic Association. 2 (2–3): 162–192. doi:10.1162/154247604323067916. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. desember 2014. Sótt 22. október 2017.
  4. Pearce, Justin (16. janúar 2001). „DR Congo's troubled history“. BBC.
  5. 5,0 5,1 Tharoor, Ishaan (20. október 2011). „Mobutu Sese Seko“. Top 15 Toppled Dictators. Time Magazine. Afrit af upprunalegu geymt þann 24 apríl 2013. Sótt 30. apríl 2013.


Fyrirrennari:
Joseph Kasa-Vubu
Forseti Saír
(24. nóvember 196516. maí 1997)
Eftirmaður:
Laurent-Désiré Kabila