Fara í innihald

Fyrra Kongóstríðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrra Kongóstríðið
Hluti af borgarastyrjöldinni í Kongó, eftirmálum þjóðarmorðsins í Rúanda, borgarastyrjöldinni í Búrúndí, annarri borgarastyrjöldinni í Súdan og borgarastyrjöldinni í Angóla

Rúandskar flóttamannabúðir í austurhluta Saír árið 1994.
Dagsetning24. október 1996 – 16. maí 1997
(6 mánuðir, 3 vikur og 1 dagur)
Staðsetning
Saír, ásamt skærum í Úganda og Súdan[5]
Niðurstaða

Sigur AFDL

Stríðsaðilar

 Saír

  • Saírski herinn
  • Hvíta herdeildin

 Súdan[1]
 Tjad[2]
Rúanda ALiR
Interahamwe
CNDD-FDD[3]
UNITA[4]
ADF[5]
FLNC[6]
Stuðningur:
 Frakkland[7][8]
 Mið-Afríkulýðveldið[8]
 Kína[9]
 Ísrael[9]
 Kúveit (neitað)[9]


Mai-Mai[a]

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó AFDL
 Rúanda
 Úganda[13]
 Búrúndí[14]
 Angóla[14]
Suður-Súdan SPLA[1]
 Eritrea[15]
Stuðningur:
 Suður-Afríka[16]
 Sambía[17]
 Simbabve[16]
 Eþíópía[18]
 Tansanía[19]
 Bandaríkin (leynilega)[20]


Mai-Mai[a]
Leiðtogar
Zaire Mobutu Sese Seko
Zaire Donatien Mahele Lieko Bokungu Aftaka
Zaire Christian Tavernier
Súdan Omar al-Bashir
Jonas Savimbi
Rúanda Paul Rwarakabije
Robert Kajuga
Rúanda Tharcisse Renzaho
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó Laurent-Désiré Kabila
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó André Kisase Ngandu 
Rúanda Paul Kagame
Rúanda James Kabarebe
Úganda Yoweri Museveni
Búrúndí Pierre Buyoya
Angóla José Eduardo dos Santos
Fjöldi hermanna
Saír: ca. 50.000[b]
Interahamwe: 40.000–100.000 alls[22]
UNITA: ca. 1.000[22]–2.000[6]

AFDL: 57.000[23]

  • Kadogo (barnahermenn): 10.000–15.000[24]
Rúanda: 3.500–4.000[23][25]
Angóla: 3.000+[25]
Eritrea: 1 herfylki[26]
Mannfall og tjón
10.000–15.000 drepnir
10.000 liðhlaup[25]
þúsundir uppgjafa
3.000–5.000 drepnir
222.000 flóttamenn týndir[27]
Alls: 250.000 látnir[28]

Fyrra Kongóstríðið (1996–1997) var erlend innrás í Saír (nú Austur-Kongó) sem steypti einræðisherranum Mobutu Sese Seko af stóli og kom hans í stað til valda uppreisnarleiðtoganum Laurent-Désiré Kabila. Kveikjan að innrásinni var óstöðugleiki sem myndast hafði í austurhluta Saír í kjölfar þjóðarmorðsins í Rúanda. Staða hinnar gerspilltu ríkisstjórnar Mobutu í Kinsasa hafði veikst til muna og margir bæði innan og utan Saír hugsuðu sér gott til glóðarinnar með því að losa sig við hann.

Eftir ósigur Mobutu var Saír endurnefnt Lýðstjórnarlýðveldið Kongó (République Démocratique du Congo) en fátt breyttist í reynd. Kabila var fljótur að espa upp bandamenn sína frá Rúanda og Úganda sem höfðu komið honum til valda. Af ótta við að valdarán yrði framið gegn sér rak hann alla rúandska og úgandska hermenn úr landinu en með þessu hratt hann af stað síðara Kongóstríðinu, sem byrjaði næsta ár. Sumir sagnfræðingar líta frekar á bæði stríðin sem eina styrjöld.[29]

Mobutu Sese Seko hafði setið við völd sem einræðisherra í Saír frá árinu 1965 sem bandamaður vesturveldanna í kalda stríðinu. Hann hafði glatað fjárhagslegum stuðningi þeirra eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991 og þegar kom fram á tíunda áratuginn rambaði Saír á barmi gjaldþrots.[30]

Árið 1994 varð þjóðarmorðið í Rúanda, nágrannaríki Saír til austurs, til þess að um tvær milljónir Hútúa (þar á meðal helstu skipuleggjendur þjóðarmorðsins úr hernaðarhreyfingunni Interahamwe) flúðu til austurhluta Saír og settust þar að í gríðarstóðum flóttamannabúðum. Þjóðarmorðinu hafði lokið þegar uppreisnarfylking Tútsa, Föðurlandsfylking Rúanda (RPF), undir stjórn Pauls Kagame, lagði undir sig Rúanda en þjóðarmorðingjarnir lögðu nú á ráðin um að gera gagnárás inn í Rúanda og endurheimta völdin.[30] Til þess að kæfa þessar áætlanir í fæðingu gerðu ný stjórnvöld Rúanda ásamt bandamönnum sínum í Úganda innrás í Saír árið 1997 en dulbjuggu innrásina sem kongóska byltingu gegn Mobutu. Innrásarmennirnir veittu uppreisnarhópnum AFDL (Bandalag lýðræðisafla til frelsunar Kongó-Saírs) undir forystu Laurent-Désiré Kabila stuðning sinn og gerðu Kabila að andliti og leiðtoga innrásarhersins.[30] Ljóst er þó að Paul Kagame og Rúandamenn fóru fyrir innrásinni á bak við tjöldin.

Eftir sjö mánuði kom her Kabila til höfuðborgarinnar Kinsasa og rak Mobutu á flótta. Mobutu fór í útlegð og lést stuttu síðar í Marokkó.[31] Kabila lýsti sjálfan sig forseta landsins þann 17. maí 1997 og breytti nafni þess aftur í Kongó líkt og það hafði heitið fyrir valdatíð Mobutu. Með valdatöku Kabila er jafnan talað um lok fyrra Kongóstríðsins en átökunum var þó langt því frá lokið. Kagame og bandamenn hans höfðu vonast eftir því að Kabila yrði þeim auðsveip strengjabrúða sem myndi veita þeim greiðan aðgang að auðlindum Saír en Kabila var ekki á þeim buxunum. Hann skipaði rúöndskum og úgöndskum bandamönnum sínum að hverfa frá Kongó en Kagame brást við með því að ráðast á ný inn í landið næsta ár og hratt þannig af stað seinna Kongóstríðinu.

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Margar Mai-Mai-hersveitir gerðu í fyrstu bandalag við Rúanda og AFDL gegn hersveitum Hútúa og flóttafólki.[10] Strax og flestir Hútúar höfðu verið reknir á brott snerust hins vegar margir Mai-Mai-hópar gegn Rúanda og AFDL.[11] Sumir hóparnir héldu þó tryggð við Rúanda og AFDL.[12]
  2. Opinberlega taldi saírski herinn til sín um 80.000 hermenn við byrjun stríðsins en raunverulegur fjöldi var nær 50.000.[21][22] Aðeins 25.000 þeirra voru búnir til átaka en aðrir líklegir til að flýja umsvifalaust. [21]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Prunier (2004), bls. 376–377.
  2. Toïngar (2014). Idriss Deby and the Darfur Conflict. bls. 119. „In 1996, President Mobutu of Zaire requested that mercenaries be sent from Chad to help defend his government from rebel forces led by Lauren Desiré Kabila. ... When a number of the troops were ambushed by Kabila and killed in defense of Mobutu's government, Mobutu paid Déby a fee in honor of their service.“
  3. Prunier (2009), bls. 116–118.
  4. Duke, Lynne (20 maí 1997). „Congo Begins Process of Rebuilding Nation“. The Washington Post. bls. A10. Afrit af uppruna á 24 febrúar 2011. „Guerrillas of Angola's former rebel movement UNITA, long supported by Mobutu in an unsuccessful war against Angola's government, also fought for Mobutu against Kabila's forces.“
  5. 5,0 5,1 Prunier (2004), bls. 375–377.
  6. 6,0 6,1 Reyntjens 2009, bls. 112–113.
  7. „Strategic Review for Southern Africa“. University of Pretoria. 20–21. 1998. „As the conflict developed, France provided financial support to Mobutu and pushed hard for foreign intervention. However, under US pressure, France eventually terminated its call for intervention.“
  8. 8,0 8,1 Carayannis, Tatiana (2015). Making Sense of the Central African Republic. Zed Books. „In the waning days of Mobutu's rule, while Kabila's Rwandan- and Ugandan-backed putsch was rapidly making its way across Congo, France sought to prop up Mobutu's dying regime through covert military aid to the ailing dictator ... This covert aid was facilitated by Patassé“
  9. 9,0 9,1 9,2 Reyntjens 2009, bls. 112.
  10. Prunier (2009), bls. 117, 130, 143.
  11. Prunier (2009), bls. 130.
  12. Prunier (2009), bls. 143.
  13. Prunier (2004), bls. 375–376.
  14. 14,0 14,1 Duke, Lynne (15 apríl 1997). „Passive Protest Stops Zaire's Capital Cold“. The Washington Post. bls. A14. Afrit af uppruna á 24 febrúar 2011. „Kabila's forces – which are indeed backed by Rwanda, Angola, Uganda and Burundi, diplomats say – are slowly advancing toward the capital from the eastern half of the country, where they have captured all the regions that produce Zaire's diamonds, gold, copper and cobalt.“
  15. Plaut (2016), bls. 54–55.
  16. 16,0 16,1 "Consensual Democracy" in Post-genocide Rwanda. International Crisis Group. 2001. bls. 8. „In that first struggle in the Congo, Rwanda, allied with Uganda, Angola, Zimbabwe, South Africa and Burundi, had brought Laurent Désiré Kabila to power in Kinshasa“
  17. Reyntjens 2009, bls. 65–66.
  18. Usanov, Artur (2013). Coltan, Congo and Conflict. Hague Centre for Strategic Studies. bls. 36.
  19. Makikagile, Godfrey (2006). Nyerere and Africa. New Africa Press. bls. 173.
  20. Prunier (2009), bls. 118, 126–127.
  21. 21,0 21,1 Prunier (2009), bls. 128.
  22. 22,0 22,1 22,2 Thom, William G. (1999). „Congo-Zaire's 1996–97 Civil War in the Context of Evolving Patterns of Military Conflict in Africa in the Era of Independence“. Journal of Conflict Studies. 19 (2).
  23. 23,0 23,1 Þessi talning var komin frá AFDL sjálfum og var ekki staðfest. Johnson, Dominic: Kongo — Kriege, Korruption und die Kunst des Überlebens, Brandes & Apsel, Frankfurt am Main, 2. Auflage 2009 ISBN 978-3-86099-743-7
  24. Prunier (2004), bls. 251.
  25. 25,0 25,1 25,2 Abbott (2014), bls. 35.
  26. Plaut (2016), bls. 55.
  27. CDI: The Center for Defense Information, The Defense Monitor, "The World At War: January 1, 1998".
  28. „Democratic Republic of Congo: War against unarmed civilians“. Amnesty International. AFR 62/036/1998. 23 nóvember 1998.
  29. Til dæmis: Reyntjens, Filip. The Great African War: Congo and Regional Geopolitics, 1996–2006. Cambridge: Cambridge UP, 2009. p. 194
  30. 30,0 30,1 30,2 Vera Illugadóttir (2018). „Milljónir féllu í afrískri heimsstyrjöld“. RÚV.
  31. Howard W. French (8. september 1997). „Mobutu Sese Seko, Zairian Ruler, Is Dead in Exile in Morocco at 66“. The New York Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. desember 2016. Sótt 30. desember 2016.