Úrúgvæska úrvalsdeildin
Úrúgvæska úrvalsdeildin er efsta atvinnumannadeildin í knattspyrnu í Úrúgvæ. Keppnin var fyrst haldin árið 1900 og var áhugamannakeppni til ársins 1932 þegar atvinnumennska var lögleidd í Úrúgvæ. Keppnin í deildinni hefur ekki verið mjög fjölbreytt þar sem Peñarol og Nacional hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið. Núverandi meistarar (2024) eru Peñarol.
Sagan
[breyta | breyta frumkóða]Úrúgvæska úrvalsdeildin var fyrst leikin árið 1900. Á árunum 1923 til 1925 klofnaði úrúgvæska deildin og samkeppnisdeild var stofnuð við hliðina á úrúgvæsku meistarakeppninni. Eftir inngrip stjórnvalda tókst að sameina deildirnar tvær í eina árið 1926, sem lauk með sigri Peñarol en sá titil er hvorki viðurkenndur af FIFA né Úrúgvæska knattspyrnusambandinu.
Frá 1930 til 1975 unnu Nacional og Peñarol alla meistaratitla sem í boði voru. Einokun liðanna tveggja var ekki rofin fyrr en árið 1976 þegar Defensor varð meistari í fyrsta sinn. Nacional og Peñarol hafa hvort um sig náð því að verða meistarar fimm ár í röð. Lengsta bil án þess að annað hvort liðið hafi hampað meistaratitlinum er frá 1987 til 1991 þegar fjögur lið deildu meistaratitlinum á fimm ára tímabili.
Frá 1994 hefur meistarakeppnin farið fram í tvennu lagi með forkeppninni (Torneo Apertura) og lokakeppninni (Torneo Clausura), þar sem sigurvegarar beggja keppna mætast í hreinu tveggja leikja úrslitaeinvígi.
Líkt og í öðrum Suður-Ameríkuríkjum miðaðist úrvalsdeildin í Úrúgvæ í fyrstu við almanaksári frá hausti til vors - miðað við árstíðaskiptin á Suðuruhveli. Árið 2005 var svokallað „evrópskt tímabil“ tekið upp þar sem keppni hófst í ágúst. Tilgangurinn var sá að koma í veg fyrir að lið misstu lykilmenn á miðju tímabili til Evrópu.
Leiktíðina 2006-07 var úrvalsdeildin skorin niður í 15 lið. Eftir margra ára umræðu um að hverfa aftur til fyrra leikfyrirkomulags var að lokum ákveðið árið 2017 að keppa á ný miðað við almanaksárið.
Titlar eftir félögum
[breyta | breyta frumkóða]Félag | Titlar | Ár |
---|---|---|
Peñarol | 52 | 1900, 1901, 1905, 1907, 1911,1918, 1921, 1928, 1929, 1932, 1935, 1936, 1937, 1938, 1944, 1945, 1949, 1951, 1953, 1954, 1958, 1959, 1960, 1961, 1962, 1964, 1965, 1967, 1968, 1973, 1974, 1975, 1978, 1979, 1981, 1982, 1985, 1986, 1993, 1994, 1995, 1996, 1997, 1999, 2003, 2009–10, 2012–13, 2015–16, 2017, 2018, 2021, 2024 |
Nacional | 49 | 1902, 1903, 1912, 1915, 1916, 1917, 1919, 1920, 1922, 1923, 1924, 1933, 1934, 1939, 1940, 1941, 1942, 1943, 1946, 1947, 1950, 1952, 1955, 1956, 1957, 1963, 1966, 1969, 1970, 1971, 1972, 1977, 1980, 1983, 1992, 1998, 2000, 2001, 2002, 2005, 2005–06, 2008–09, 2010–11, 2011–12, 2014–15, 2016, 2019, 2020, 2022 |
Defensor Sporting | 4 | 1976, 1987, 1991, 2007–08 |
Danubio | 4 | 1988, 2004, 2006–07, 2013–14 |
River Plate F.C. | 4 | 1908, 1910, 1913, 1914 |
Montevideo Wanderers F.C. | 3 | 1906, 1909, 1931 |
Rampla Juniors | 1 | 1927 |
Bella Vista | 1 | 1990 |
Progreso | 1 | 1984 |
Central Español | 1 | 1989 |
Liverpool F.C. | 1 | 2023 |