Smallville
Smallville | |
---|---|
Tegund | Drama hasar vísindaskáldskapur ævintýri |
Byggt á | Superman af Jerry Siegel og Joe Shuster |
Þróun | Alfred Gough Miles Millar |
Leikarar | Tom Welling Allison Mack Kristin Kreuk Michael Rosenbaum Erica Durance John Glover Annette O´Toole John Schneider |
Höfundur stefs | Remy Zero |
Upphafsstef | Save Me |
Tónskáld | Mark Snow Louis Febre |
Upprunaland | Bandaríkin |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 10 |
Fjöldi þátta | 218 |
Framleiðsla | |
Staðsetning | Breska Kólumbía, Kanada |
Lengd þáttar | 42 mín. |
Framleiðsla | Alfred Gough Miles Millar Mike Tollin Brian Robbins Joe Davola Ken Horton Greg Beeman James Marshall Todd Slavkin Darren Swimmer Kelly Souders Brian Peterson Tom Welling |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | WB CW Stöð 2 Stöð 2 Extra |
Myndframsetning | 480i (SDTV) (2001–2002) 1080i (HDTV) (2002–2011) |
Hljóðsetning | Stereo |
Sýnt | 16. október 2001 – 13. maí 2011 |
Tenglar | |
IMDb tengill |
Smallville eru bandarískir sjónvarpsþættir sem fjalla um uppvaxtarár Clarks Kent í smábænum Smallville í Kansas áður en hann verður að Ofurmenninu. Aðalrithöfundar þáttana eru Alfred Gough og Miles Millar. Í þáttunum lærir Clark (Tom Welling) um uppruna sinn sem geimvera frá plánetunni Krypton og notar ofurkrafta sína til að bjarga vinum sínum úr háska. Meðal vina hans eru Lana Lang (Kristin Kreuk), sem hann er skotinn í; Lex Luthor (Michael Rosenbaum), sem verður erkióvinur Ofurmennisins í framtíðinni; Chloe Sullivan (Allison Mack), besta vinkona Clarks og dreymir um að verða blaðamaður; og Lois Lane (Erica Durance), sem verður eiginkona Clarks í framtíðinni. Eftir sjöundu þáttaröðina hættu Gough og Millar að vinna að þáttunum og rithöfundarnir Kelly Souders og Brian Peterson tóku við af þeim. Michael Rosenbaum og Kristin Kreuk hættu líka í þáttunum.
Leikarar og hlutverk
- Tom Welling sem Clark Kent/Kal-El/The Red-Blue Blur/The Blur/Superman, Bizarro, ungur Jor-El, Ultraman (þáttaröð 1-10)
- Allison Mack sem Chloe Sullivan/Watchtower (þáttaröð 1-10)
- Kristin Kreuk sem Lana Lang, Isobelle Thoreaux, Louise McCallum (þáttaröð 1-7, gestahlutverk í 8. þáttaröð)
- Michael Rosembaum sem Alexander „Lex“ Luthor (þáttaröð 1-7, gestahlutverk í 10. þáttaröð)
- Erica Durance sem Lois Lane (aðalhlutverk þáttaröð 5-10, gestahlutverk í 4. þáttaröð)
- John Glover sem Lionel Luthor (aðalhlutverk þáttaröð 2-7, gestahlutverk í þáttaröð 1 og 10)
- Annette O'Toole sem Martha Kent/Red Queen (þáttaröð 1-6, gestahlutverk í 9. og 10. þáttaröð)
- John Schneider sem Jonathan Kent (þáttaröð 1-5, gestahlutverk í 10. þáttaröð)
Aðrir leikarar
- Sam Jones III sem Pete Ross (þáttaröð 1-3, gestahlutverk í 7. þáttaröð)
- Aaron Ashmore sem Henry James „Jimmy“ Olsen (gestahlutverk í 6., aðalhlutverk þáttaröð 7-8), James Bartholomew „Jimmy“ Olsen (gestahlutverk 10. þáttaröð)
- Justin Hartley sem Oliver Queen/Green Arrow (gestahlutverk þáttaröð 6 og 7, aðalhlutverk 8-10)
- Cassidy Freeman sem Tess „Mercy“ Mercer (þáttaröð 8-10)
- Eric Johnson sem Whitney Fordman (þáttaröð 1, gestahlutverk þáttaröð 2 og 4)
- Jensen Ackles sem Jason Teague (þáttaröð 4)
- Laura Vanderwoort sem Kara Zor-El/Kara Kent (þáttaröð 7, gestahlutverk í 8. og 10. þáttaröð)
- Sam Witwer sem Davis Bloom (þáttaröð 8)
- Callum Blue sem Zod majór/hershöfðingi (þáttaröð 9, gestahlutverk í 10. þáttaröð)
Stutt ágrip þáttaraða
Fyrsta þáttaröð (2001-2002)
Fyrsta þáttaröðin einblínir á hjónin Martha og Jonathan Kent, sem reyna að hjálpa ný ættlæddum syni sínum Clark að takast á við uppruna sinn frá geimverum. Hjónin hjálpa jafnframt Clark að þróa sína ofurnáttúrulega hæfileika. Clark verður að hafa umburðarlyndi fyrir þeim sem urðu fyrir stjörnuregninu, ást hans á Lönu Lang og að hann geti ekki sagt bestu vinum sínum, Pete Ross og Chloe Sullivan um uppruna sinn. Clark verður jafnframt vinur Lex Luthor.
Önnur þáttaröð (2002-2003)
Önnur þáttaröðin tekur við af þeirri fyrstu, þar sem Clark tekur á við skemmdirnar í kjölfarið á hvirfilbyljunum. Clark lærir að hann er frá plánetunni Krypton, en áttar sig jafnframt að hann á sér örlög, ákveðin af líffræðilegum föður sínum. Samband Clarks við Lönu Lang verður nánara, sem gerir vinasamband hans við Chloe Sullivan erfiðara. Besti vinur Clarks, Pete Ross, uppgötvar leyndarmál Clarks í þáttaröðinni.
Þriðja þáttaröð (2003-2004)
Þrátt fyrir að Clark viti örlög sín, þá vill hann ekki fylgja þeim eftir, og sér eftir þeim fórnum sem Jonathan gerði til að fá hann aftur til Smallville. Lex tekst á við sálrænt áfall við það að vera yfirgefinn á óbyggðri eyju, sem espar ágreining hans við föður sinn. Leyndarmál Clarks hefur mikil áhrif á Pete, og samband Clarks við Lönu fer í blindgötur.
Fjórða þáttaröð (2004-2005)
Fjórða þáttaröðin einblínir á tilraun Clarks að sameina kunnátu sína úr steinunum þremur. Clark reynir að sætta sig við samband Lönu við Jason Teague. Samband Clarks og Lex verður stirt, og Clark trúir Lex sífellt minna. Æskuvinur Clarks, Pete Ross er ekki að finna í þáttaröðinni og Jason Teague hefur tekið við sem ein af aðalsögupersóna þáttaraðarinnar. Clark kynnist frænku Chloear, Lois Lane. Undir lok þáttaraðarinnar kemst Chloe að leyndarmáli Clarks.
Fimmta þáttaröð (2005-2006)
Fimmta þáttaröðin snýst um eftirmála stjörnurengisins. Eftir að Clark var fluttur til norðurheimskautsins notaði hann kryptónskan kristal til að mynda Einveruvirkið til að hefja kryptónsku þjálfunina sína. Clark tekst á við líf fullorðna, háskólavist, alvöru samband við Lönu og brotthvarfs náinnar manneskju. Clark hættir að treysta Lex þegar hann kemst að leyniverkefnum LuthorCorp. Chloe hefur störf á Daily Planet og Lionel verður að betri manni. Lois Lane verður ein af aðalpersónum þáttanna. Illmennið Brainiac kemur til jarðar og ætlar sér að frelsa Zod hershöfðingja.
Sjötta þáttaröð (2006-2007)
Clark reynir að endurheimta fanga úr fangelsinu Phantom Zone. Örlög Lionels og Lex Luthor koma í ljós eftir eftirmála þess að Lex var tekinn af Zod, og Lionel settur sem sendiherra Jor-El, ættfræðilegs föður Clarks. Lana og Lex giftast og þáttaröðin fylgir eftir 33,1 leyniverkefnum Lex. Lois fær áhuga fyrir blaðamennsku og hefur störf hjá slúðurblaðinu Inquisitor.
Sjöunda þáttaröð (2007-2008)
Í þáttaröðinni hittir Clark ættfræðilega frænku sína, Köru, og kennir henni að nota krafta sína opinberlega. Illmennið Bizarro kemur til sögunnar, sem tók á sig útlit og krafta Clarks. Lex Luthor uppgvötvar að Lana sviðsetti dauða sinn. Lois fær starf hjá Daily Planet og Chloe uppvötvar hæfileika sinn gagnvart kryptóníti og leyndarmál Daily Planet ritstjórans, Grants Gabriel. Tvær ógnir stafa að Clark, ein frá illmenninu Brainiac og það seinna að Lex uppgvötvar leynilegt samfélag föður síns sem vill stjórna Clark.
Áttunda þáttaröð (2008-2009)
Clark byrjar að starfa hjá blaðinu Daily Planet og byrjar að sætta sig við hlutverk sitt sem hetja jarðarinnar. Lex Luthor er álitinn dauður og Lana Lang yfirgefur Smallville til frambúðar. Tvær nýjar sögupersónur koma í stað þeirra, Davis Bloom sem er skrímslið Doomsday og nýr forstjóri LuthorCorp, Tess Mercer. Clark og Lois byrja saman. Clark og Oliver Queen eru ósammála um hvað eigi að gera þegar Lex birtist aftur og Cloe Sullivan og Jimmy Olsen setja samband sitt á næsta stig.
Níunda þáttaröð (2009-2010)
Eftir dauða Jimmys Olsen, ákveður Clark að hann þurfi að hefja kryptónsku þjálfun sína og klæðist nýjum búningi þegar hann berst við glæpamenn sem The Blur. Chloe hefur lokað sig af í Watchtower-turninum og Oliver ákveður að hætta sem Green Arrow. En þegar Lois kemur skyndilega aftur úr framtíðinni breytist allt. Á meðan komst yngri klón af Zod til jarðar með öllum hermönnum sínum en þeir hafa enga kryptónska ofurkrafta.
Tíunda þáttaröð (2010-2011)
Eftir að Clark sigraði Zod féll hann til jarðar stunginn með bláu kryptoníti. Lois finnur lík hans og kemst að því að Clark sé The Blur og bjargar honum. Clark fær skilaboð frá Jor-El að mikil illska sé að koma til jarðar. Clark ákveður að gerast hetjan sem heimurinn þarfnast þegar hann þarf að kljást við Darkseid. Chloe setur hjálm Dr. Fates á sig og sér framtíðina. Clark segir Lois sannleikann um hver hann sé og biður hana að giftast sér þegar líður á þáttaröðina.