Fara í innihald

One Tree Hill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
One Tree Hill
TegundUnglingadrama
Búið til afMark Schwahn
LeikararChad Michael Murray
James Lafferty
Hilarie Burton
Paul Johansson
Bethany Joy Lenz
Sophia Bush
Barry Corbin
Craig Sheffer
Moira Kelly
Barbara Alyn Woods
Lee Norris
Antwon Tanner
Danneel Harris
Jackson Brundage
Lisa Goldstein
Austin Nichols
Robert Buckley
Shantel VanSanten
Jana Kramer
Stephen Colletti
Tyler Hilton
Upphafsstef"I Don't Want to Be" flutjandi Gavin DeGraw
TónskáldJohn E. Nordstrom
Mark Morgan
Mark Snow
Grace Potter
Matthew Caws
UpprunalandBandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða9
Fjöldi þátta187
Framleiðsla
FramleiðandiMaureen Milligan
David Blake Hartley
Kelly R. Tenney
Les Butler
David Strauss
Mike Herro
Karin Gist
Adele Linn
R. Lee Fleming Jr.
Lynn Raynor
John A. Norris
Roger Grant
StaðsetningWilmington, North Carolina
Lengd þáttar42 mínútur
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðThe WB (2003-2006)
The CW (2006-2012)
Myndframsetning480i (SDTV)
1080i (HDTV)
HljóðsetningDolby Digital
Sýnt23. september 20034. apríl 2012
Tímatal
Tengdir þættirDawson's Creek (1998-2003)
Tenglar
IMDb tengill

One Tree Hill er bandarískur sjónvarpsþáttur búinn til af Mark Schwahn. Hann var frumsýndur 23. september 2003 á stöðinni The WB Television Network en eftir þriðju þáttaröð var hann sýndur á CW Television Network. Þátturinn á sér stað í bænum Tree Hill í North Carolina og þar er fylgst með lífi hálfbræðranna Lucas Scott (Chad Michael Murray) og Nathan Scott (James Lafferty). Þeir hafa báðir mikinn áhuga á körfubolta og er mikið drama á þeim.

Tökur á þættinum voru aðallega í Wilmington í North Carolina. Í fyrstu fjórum þáttaröðunum er fylgst með pérsónum í framhaldsskólanum Tree Hill High, en í lok fjórðu þáttaraðar hafa þær útskrifast úr framhaldsskóla og fara sínar eigin leiðir í lífinu. Hins vegar í fimmtu þáttaröð er farið fjögur ár fram í tímann og er fylgst þá með lífi þeirra eftir háskóla. Þátturinn naut mikilla vinsælda en var hann sýndur á SkjáEinum á Íslandi.

Í fyrstu fjórum þáttaröðunum var lagið „I Don't Want to Be“ með Gavin DeGraw. Frá áttundu þáttaröð var lagið notað aftur sem upphafstef en það var ekki sungið með Gavin DeGraw, heldur mismunandi tónlistarmönnum í hverri viku. Alls voru níu þáttaraðir gerðar en þeirri síðustu lauk 4. apríl 2012.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

One Tree Hill fjallar aðallega um samband bræðranna Lucas og Nathan Scott og vina þeirra. Þeir þekktust ekki af því að pabbi þeirra Dan Scott fór frá mömmu Lucasar þegar hún eignaðist hann og hafði ekkert samband við hann meira. En þá giftist hann Deb og átti með henni Nathan en hann ól hann upp og ákvað að hann yrði körfuboltastjarna og ýtti á hann mikið. Samband Lucas og Nathans byrjaði aðallega þegar Lucas ákvað að vera með í framhaldskólaliðið í körfubolta Tree Hill Ravens eftir hjálp frænda Lucasar og Nathans sem ól hann Lucas upp. Þá byrja Nathan og Lucas að rífast mikið, af því að Lucas var hrifinn af kærustunni hans Peyton Sawyer. Og þá byrjar besta vínkona Peyton (Brooke Davis) að vilja Lucasar og Nathan með bestu vinkonu Lucasar til þess að reyna að særa hann. Eftir það byrjar Karen mamma Lucasar og Deb mamma Nathans að vera miklar vínkonur, og hún Deb byrjar að vera eigandi með Karen af kaffihúsinu hennar. En Dan er illa við það af því að hann vill helst ekki vera í sambandi við hana.

Í fyrstu þáttaröð er fjallað um kynningu á persónunum, og svo líka skólalífið hjá þeim sem nýnemar. Ástarsambandið milli Haley og Nathans, sambandið milli Peyton, Lucas og Brooke flókna sambandið, og svo líka sambandið hjá foreldrunum þeirra.

Í annarri þáttaröð er farið í gegnum annan helminginn á þeirra nýnema árum, og er fyglst með körfuboltabransanum og ný ástarsambönd byrja. Lucas fer í stefnamót við stelpu sem heitir Anna Taggaro og Peyton byrjar með Jake Jegielski. Svo byrjar smá ástarþríhyrningur á milli Felix Taggaro. Brooke og Mouth Mcdadden. Þessi þáttaröð sýnir líka sambandserfiðleika hjá Haley og Nathan út af tónlistarmanninum Chris Keller, og heilsufar Lucasar og Nathan af því að þeir eru með miklar líkur til þess að fá hjartasjúkdóm, eins og faðir þeirra er með. Peyton byrjar með eiturlyfjavandarmál og líka út af vandamálunum á milli hennar og raunverulegu móðir hennar. Karen byrjar með skemmtistað sem heitir Tric og byrjar í ástarsambandi með kennaranum sínum Andy Hargrove, og Deb á í erfiðleikum með eiturlyf.

Í maí 2009 var ákveðið að Chad Michael Murray og Hilarie Burton skyldu ekki halda áfram að leika í sjöundu þáttaröð. Persónur þeirra Lucas Scott og Peyton Sawyer voru þá fluttar úr Tree Hill, en þeim var sagt upp af því að það framleiðendurnir áttu ekki efni á að borga þeim.

Leikarar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.