Fara í innihald

LL Cool J

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá James Todd Smith)
LL Cool J
LL Cool J
LL Cool J
Upplýsingar
FæddurJames Todd Smith
14. janúar 1968 (1968-01-14) (56 ára)
Ár virkur1994 -
Helstu hlutverk
Sam Hanna í NCIS: Los Angeles
Marion Hill í In the House
Julian Washington í Any Given Sunday
Deacon ´Deke´ Kay í S.W.A.T.

LL Cool J, réttu nafni James Todd Smith (f. 14. janúar 1968), er bandarískur rappari og leikari og meðal brautryðjenda á sviði rapptónlistar. LL Cool J stendur fyrir Ladies Love Cool James.

LL Cool J er fæddur og uppalinn í New York og hóf að semja og taka upp lög í kjallaranum heima hjá sér þegar hann var níu ára.

LL Cool J skrifaði og gaf út ævisögu sína árið 1998 og heitir hún I Make My Own Rules. Í henni fjallar hann opinskátt um ýmislegt, gott og slæmt, í lífi sínu, hvernig hann lærði af mistökum sínum og hvernig tónlistarbransinn er fullur af fólki sem reynir að nota sér nýliða.

LL Cool J hefur komið á fót sinni eigin tískufatalínu, James Todd Smith og átti einnig þátt í því að koma á fót tískufatalínunni FUBU (For Us, By US).

Hann giftist Simone Johnson árið 1995 og saman eiga þau fjögur börn.

Tónlistarferill

[breyta | breyta frumkóða]

Ferill hans hófst árið 1994, þegar hann gerði samning við hljómplötuútgefandann Def Jam og gaf út smáskífuna I Need a Beat, sem vakti mikla athygli meðal rappaðdáenda. Lagið var fyrsta lag Def Jam til að ná miklum vinsældum og seldist í yfir hundrað þúsund eintökum. Eftir góð viðbrögð við laginu hætti LL Cool J í skóla og sneri sér að upptökum á sinni fyrstu sólóplötu sinni.

Radio (1985)

[breyta | breyta frumkóða]

Radio, kom út árið 1985. Platan fékk góða dóma og var sú fyrsta í sögu rapptónlistar þar sem snið venjulegra sönglaga var notað til að gera poppvænt rapp.[1] Lögin I Can't Live Without My Radio og Rock the Bells náðu miklum vinsældum og urðu til þess að platan seldist í yfir milljón eintökum.

Bigger and Deffer (1987)

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1987 kom út Bigger and Deffer. Platan innihélt ballöðuna I Need Love, sem var meðal fyrstu poppvænu rapplaga til að komast á vinsældarlista.

Walking with a Panther (1989)

[breyta | breyta frumkóða]

Ekki voru allir ánægðir með þessa poppvænu útgáfu rapps, sem sýndi sig þegar þriðja plata hans, Walking with a Panther kom út. Platan innihélt lögin Going Back to Cali, I'm That Type of Guy, Jingling Baby og Big Ole Butt.

Mama Said Knock You Out (1990)

[breyta | breyta frumkóða]

LL Cool J gaf síðan út Mama Said Knock You Out árið 1990, sem var sú allra grófasta sem hann hafði gefið út. Platan jók vinsældir hans á ný, auk þess að bæta orðspor hans verulega meðal rappaðdáenda. Meðal laga á plötunni er Around the Way Girl, sem náði miklum vinsældum.

14 Shots to the Dome (1993)

[breyta | breyta frumkóða]

Hann gaf út plötuna 14 Shots to the Dome árið 1993. Sú plata seldist illa og fékk afar misjafna dóma.

Mr. Smith (1995)

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1995 kom svo út hans sjötta hljómplata, Mr. Smith. Platan seldist í yfir tveimur milljónum eintaka og lögin Doin' It, Loungin og Hey Lover (ásamt Boyz II Men) komust á vinsældarlista.

Phenomenon (1997)

[breyta | breyta frumkóða]

Tveimur árum síðar gaf hann út plötuna Phenomenon. Samnefnt lag náði nokkrum vinsældum.

G.O.A.T. (2000)

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2000 gaf LL Cool J út plötuna G.O.A.T., sem stendur fyrir Greatest of all time. Komst hún í fyrsta sæti á Billboard listanum og varð platínu plata.[2] LL Cool J þakkaði Canibus fyrir innblástur á plötunni.

Næsta plata LL Cool J's var 10 frá 2002 og var níunda plata hans. Platan innihélt lögin Paradise ásamt Amerie, Luv U Better, framleitt af Neptunes og 2003 dúettinn með Jennifer Lopez All I Have.

The DEFinition (2004)

[breyta | breyta frumkóða]

The DEFinition var gefin út 2004. Platan náði fjórða sæti á Billboard listanum. Framleiðendur voru Timbaland, 7 Aurelius, R. Kelly ásamt öðrum. Aðallag plötunnar var framleitt af Timbaland Headsprung sem náði 16 sæti á Billboard Hot 100.

Todd Smith (2006)

[breyta | breyta frumkóða]

Ellefta plata LL Cool J's var Todd Smith sem kom út árið 2006. Inniheldur platan samstarf með 112 hljómsveitinni, Ginuwine, Juelz Santana, Teairra Mari og Freeway.

Exit 13 (2008)

[breyta | breyta frumkóða]

Í júlí 2006, tilkynnti LL Cool J að seinasta plata hans með Def Jam plötufyrirtækinu væri Exit 13. Upprunalega átt 50 Cent að vera yfirframleiðandi plötunnar.[3] Exit 13 átt að koma út haustið 2006 en því var frestað um tvö ár til ársins 2008 án 50 Cent sem yfirframleiðanda. Lög sem þeir unnu að saman láku á netið og sum af þeim lögum sem 50 Cent gerði komust á plötuna.

LL Cool J myndaði samstarf við DJ Kay Slay í því skyni að gefa út mixplötu sem kallaðist The Return of the G.O.A.T.. Var þetta fyrsta mixplatan hans í 24 ár og innihélt freestyling eftir LL Cool J ásamt öðrum röppurum. Lagið Hi Haterz lak á internetið 1.júní 2008. Lagið inniheldur LL Cool J að rappa við hljóðfæraleik Maino's "Hi Hater". LL Cool J var upphitari fyrir Janet Jackson á Rock Witchu tónleikatferðalagi hennar, komu þau fram í Los Angeles, Chicago, Toronto, og Kansasborg.

NCIS: No Crew Is Superior

[breyta | breyta frumkóða]

Í september 2009, gaf LL Cool J út lag tengt NCIS: Los Angeles sjónvarpsseríunni og má finna það á iTunes. Lagið byggist á reynslu hans á því að leika NCIS alríkisfulltrúann Sam Hanna og eftir að hafa hitt alvöru NCIS alríkisfullrúa og meðlimi bandaríska sjóhersins.[4]

Kvikmynda-og sjónvarpsferill

[breyta | breyta frumkóða]

LL Cool J byrjaði feril sinn í sjónvarpi í The Adventures of Pete & Pete árið 1994. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við: Oz, House og 30 Rock.

Árið 1995 var honum boðið hlutverk í In the House sem Marion Hill sem hann lék til ársins 1999.

Hefur hann síðan 2009 leikið eitt af aðalhlutverkunum í NCIS: Los Angeles, sem NCIS alríkisfulltrúinn Sam Hanna.

Fyrsta hlutverk LL Cool J í kvikmyndum var árið 1986 í Wildcats þar sem hann lék rappara. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við: Toys, Woo, Halloween H20: 20 Years Later og Deep Blue Sea.

Árið 1999 lék hann á móti Al Pacino, Cameron Diaz, Dennis Quaid, James Woods og Jamie Foxx í ruðningsboltamyndinni Any Given Sunday. Lék hann síðan á móti Colin Farrell og Samuel L. Jackson í lögreglumyndinni S.W.A.T. sem sérsveitarmaðurinn Deacon Deke Kay.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1986 Wildcats Rappari sem L.L. Cool J
1991 The Hard Way Rannsóknarfulltrúinn Billy, NYPD
1992 Toys Kapteinn Patrick Zevo
1995 Out-of-Sync Jason St. Julian
1998 Caught Up Roger
1998 Woo Darryl
1998 Halloween H20: 20 Years Later Ronald ´Ronny´ Jones
1999 Deep Blue Sea Presturinn
1999 In Too Deep Dwayne Gittens
Guð
1999 Any Given Sunday Julian Washington
2000 Charlie´s Angels Mr. Jones
1991 Kingdom Come Ray Bud Slocumb
2002 Rollerball Marcus Ridley
2003 Deliver Us from Eva Raymond ´Ray´ Adams sem James Todd Smith eða LL Cool J
2003 S.W.A.T. Deacon ´Deke´ Kay sem James Todd Smith eða LL Cool J
2004 Mindhunters Gabe Jensen sem James Tood Smith eða LL Cool J
2005 Slow Burn Luther Pinks sem James Todd Smith
2005 Edison Deed
2006 Last Holiday Sean Matthews
2008 The Deal Bobby Mason
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1994 Adventures of Pete & Pete Mr. Throneberry Þáttur: Sick Day
1996 The Right to Remain Silent Charles Red Taylor Sjónvarpsmynd
1998 Oz Jiggy Walker Þáttur: Strange Bedfellows
1995-1999 In the House Marion Hill 76 þættir
2005 House Clarence Þáttur: Acceptance
2007 The Man Manny Baxter Sjónvarpsmynd
2007 30 Rock Ridikolus Þáttur: The Source awards
2009 NCIS Sam Hanna 2 þættir
2009-2023 NCIS: Los Angeles Sam Hanna 55 þættir

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

American Music-verðlaunin

  • 1991: Tilnefndur fyrir bestu plötuna Mama Said Knock You Out fyrir Rapp/Hip-Hop.
  • 1991: Tilnefndur sem besti karlsöngvarinn fyrir soul/rhythm og blues.
  • 1987: Tilnefndur sem besti karlsöngvarinn fyrir soul/rhythm og blues.
  • 1987: Tilnefndur fyrir bestu plötuna Bigger and Deffer fyrir soul/rhythm og blues.

BET Comedy-verðlaunin

BET Hip Hop-verðlaunin

  • 2006: Verðlaun sem Framleiðandi ársins.
  • 2006: Verðlaun sem Video leikstjóri ársins.
  • 2006: Tilnefndur sem Video leikstjóri ársins.

Black Reel-verðlaunin

Blockbuster Entertainment-verðlaunin

BRIT-verðlaunin

  • 1998: Tilnefndur sem alþjóðlegi karlsöngvarinn sem sólóisti.

Grammy-verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur fyrir bestu rapp plötu ársins fyrir The Definition.
  • 2004: Tilnefndur fyrir besta rapp/söng samstarf.
  • 1997: Tilnefndur fyrir besta rapp flutning sem sólóisti.
  • 1997: Verðlaun fyrir besta rapp flutning sem sólóisti.
  • 1997: Tilnefndur fyrir bestu rapp plötu ársins fyrir Mr. Smith.
  • 1994: Tilnefndur fyrir besta rapp flutning sem sólóisti.
  • 1993: Tilnefndur fyrir besta rapp flutning sem sólóisti.
  • 1992: Verðlaun fyrir besta rapp flutning sem sólóisti.
  • 1989: Tilnefndur fyrir besta rapp flutning.

Image-verðlaunin

  • 2011: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir NCIS: Los Angeles.
  • 2010: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NCIS: Los Angeles.
  • 2000: Tilnefndur sem besti aukaleikari í kvikmynd fyrir Deep Blue Sea.
  • 1999: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir In the House.
  • 1997: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríur fyrir In the House.
  • 1996: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríur fyrir In the House.

Kid's Choice-verðlaunin

  • 1997: Tilnefndur sem uppáhalds leikari í sjónvarpi fyrir In the House.

MTV Video Music-verðlaunin

  • 1996: Tilnefndur fyrir besta rappvideóið.
  • 1991: Verðlaun fyrir besta rappvideóið.
  • 1991: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatökuna.

ShoWest Convention

  • 2003: Verðlaun sem rísandi stjarna morgundagsins.

Soul Train Music-verðlaunin

  • 2004: Tilnefndur fyrir bestu RB/soul eða Rapp dans senuna.
  • 2002: Tilnefndur fyrir bestu RB/soul eða Rap plötu ársins fyrir 10.
  • 2002: Quincy Jones verðlaunin fyrir afrek á ferlinum.
  • 1987: Verðlaun fyrir besta rapplagið.
  • 1987: Verðlaun fyrir bestu rapp plötuna fyrir Bigger Deffer.

Teen Choice-verðlaunin

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hirschberg, Lynn. „The Music Man“, New York Times Magazine, 2. september 2007.
  2. „Biography - LL Cool J“. Billboard. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. apríl 2009. Sótt 24 mars 2011.
  3. Moss, Corey (5. júlí 2006). „50 Cent, LL Cool J Teaming Up For LP - News Story Music, Celebrity, Artist News | MTV News“. Mtv. Afrit af upprunalegu geymt þann janúar 15, 2009. Sótt 24. mars 2011.
  4. Adam Bryant (15. september 2009). „VIDEO: Check out LL Cool J's New NCIS:LA-Inspired Song“. TVGuide.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. nóvember 2011. Sótt 15. september 2009.