Fortnite

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fortnite-stöðvar á leikjaráðstefnu árið 2017.

Fortnite er fjölspilunartölvuleikur. Leikurinn var þróaður af Epic Games og setttur á markað árið 2017. Leikurinn er til í þremur mismunandi leikgerðum sem byggja á sömu leikjavél (e. game engine) og leikmáta (e. gameplay). Þessar leikgerðir eru Fortnite: Save the World sem er samvinnuskotleikur þar sem lið með allt að fjórum spilurum berjast við ófreskjur og verja hluti með því að byggja virki, Fornite Battle Royale sem er ókeypis fjölspilunarleikur þar sem allir eru á móti öllum og berjast til síðasta manns (e. battle royale) og Fortnite Creative þar sem spilarar geta án takmarkana búið til eigin leikheima og bardagavettvanga. Tvær fyrstu leikgerðirnar komu á markað árið 2017 en Creative gerðin í desember 2018. Battle royale-leikurinn varð óhemjuvinsæll og urðu spilarar meira en 125 milljónir á innan við ári.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.