Hústónlist

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hústónlist (eða house-tónlist, stundum nefnd einfaldlega house) er raftónlistarstefna þar sem takturinn er mikill og stundum sungið/talað inni á milli. Tónlistarstefnan á sér upphaf í Chicago í Illinois í Bandaríkjunum snemma á 9. áratugnum. Hún varð til upp úr diskó-tónlist og er kennd við skemmtistaðinn The Warehouse sem Frankie Knuckles var með. Það var líka annar skemmtistaður sem hét The Music Box sem var skemmtistaður sem Ron Hardy spilaði á. Hardy spilaði fjölbreyttari lög en Knuckles.

Enda þótt uppruna hústónlistar megi rekja til diskó-tónlistar má einnig merkja ýmis önnur áhrif, meðal annars frá teknótónlist (einkum Detroit techno), fönk- og djasstónlist og ýmsum suður-amerískum töktum.

Hljóðdæmi
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.