Fara í innihald

Jóhann Jóhannsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið þetta nafn.
Jóhann Jóhannsson.

Jóhann Gunnar Jóhannsson (19. september 1969 – 9. febrúar 2018) var íslenskur tónlistarmaður og tónskáld. Hann var meðal annars í hljómsveitunum Daisy Hill Puppy Farm, HAM og Apparat Organ Quartet og gaf út níu sólóplötur.

Hann varð heimsþekktur fyrir kvikmyndatónlistina sína. Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndirnar Prisoners, Sicario og Arrival eftir Denis Villeneuve og The Theory of Everything eftir James Marsh.[1]

Jóhann lést á heimili sínu í Berlín, 48 ára gamall. Hann var ókvæntur og lét eftir sig eina uppkomna dóttur.[2]

Tónlistarferill

[breyta | breyta frumkóða]

Sólóplötur

[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndatónlist

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Kvikmynd Leikstjóri Athugasemdir
2012 Mystery Lou Ye Sigurvegari – Golden Horse-verðlaun fyrir bestu kvikmyndatónlist
Tilnefndur – Asian Film Awards, besta tónskáld
2013 Prisoners Denis Villeneuve
2014 The Theory of Everything James Marsh Sigurvegari – Golden Globe-verðlaun fyrir bestu frumlegu kvikmyndatónlist
Tilnefndur – Academy Award fyrir bestu frumlegu kvikmyndatónlist
Tilnefndur – BAFTA-verðlaun fyrir bestu kvikmyndatónlist
Tilnefndur – Grammy-verðlaun fyrir bestu tónlist við sjónrænt atriði
2015 Sicario Denis Villeneuve Tilnefndur – Academy Award fyrir bestu frumlegu kvikmyndatónlist
Tilnefndur – BAFTA-verðlaun fyrir bestu kvikmyndatónlist
2016 Lovesong So Yong Kim
2016 Arrival Denis Villeneuve Sigurvegari – World Soundtrack Awards, kvikmyndatónskáld ársins
Tilnefndur – Golden Globe-verðlaun fyrir bestu frumlegu kvikmyndatónlist
Tilnefndur – BAFTA-verðlaun fyrir bestu kvikmyndatónlist
2017 Mother! Darren Aronofsky Tónlistar- og hljóðráðgjafi
2018 Mandy Panos Cosmatos
2018 The Mercy James Marsh
2018 Mary Magdalene Garth Davis

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Jóhann Jóhannsson látinn“. ruv.is. Sótt 11. febrúar 2018.
  2. „Jóhann Jóhannsson látinn“. ruv.is. Sótt 11. febrúar 2018.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.