Netflix

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki Netflix

Netflix er streymiþjónusta sem gerir manni kleift að horfa á kvikmyndir og sjónvarpsþætti á netinu. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og hóf að selja áskriftir árið 1999. Í upphafi var það leiguþjónusta þar sem fólk gæti fengið sent heim til sín DVD og skila þeim með pósti.

Árið 2007 byrjaði fyrirtækið að bjóða upp á streymimöguleikanum en þessu fylgdi mikil gróska. Frá og með 2015 voru áskrifendur að Netflix orðnir 60 milljónir um allan heim. Þjónustan er aðgengileg í 40 löndum.

Árið 2011 fór Netflix að framleiða sína eigin þætti, en sá fyrsti þeirra var House of Cards sem var fyrst sýndur árið 2013.

Árið 2016 varð Netflix aðgengilegt á Íslandi í fyrsta sinn án krókaleiða. Árið 2021 voru 66% heimila landsins með streymisveituna. [1]


  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. https://www.ruv.is/frett/2021/01/31/vinsaeldir-streymisveitna-margfaldast Vinsældir streymisveitna margfaldast]Rúv, skoðað 31. janúar 2021.