Harðkjarnapönk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Harðkjarnapönk eða hardcore pönk er tónlistarstefna sem byrjaði að þróast snemma á níunda áratugnum út frá pönktónlist. Eins og nafnið gefur til kynna er harðkjarnapönk pönk tekið út í öfgar. Margir segja þessa þróun rökrétt framhald af pönki, þar sem að pönk hafði misst mikið af fyrrum ferskleika og hneykslunargildi, og hafi því verið brýn nauðsyn á því að taka það á næsta stig.

Dæmi um harðkjarnapönksveitir eru: Bad Brains, Circle Jerks, Minor Threat, Negative Approach, Dead Kennedys o.fl.

Einkenni harðkjarnapönks[breyta | breyta frumkóða]

Það sem einkenndi fyrstu harðkjarnapönk hljómsveitirnar var oftar en ekki hraði, ofsi, örvænting og reiði. Áhersla var lögð á keyrslu, og virðist oft á hljóðupptökum frá þessum tíma sem hljóðfærin skori stöðugt hvert á annað að spila hraðar og hraðar. Textarnir eru ögrandi og vægðarlausir, og snerta furðu mörg málefni; flest félagsleg eðlis, og oftar en ekki frá sjónarhorni ráðvillts unglings. DIY (Do It Yourself eða „gerðu það sjálfur“) gildi voru mikilvægur þáttur í mótun hljómsveitanna, en þar sem þær voru seint auðhlustanlegar vildu útgáfufyrirtæki ekki koma nálægt, og neyddust því meðlimirnir til þess að gefa út plötur sínar sjálfir eða hjá einkareknum útgáfufyrirtækjum.

Uppruni og bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]

Uppruni harðkjarnapönks er að mestu leyti rakinn til norðurhluta Bandaríkjanna og Kanada, en erfitt er að segja hvar eða hvenær það byrjaði nákvæmlega. Mikið er deilt um bæði upptök harðkjarnapönk tónlistar og fyrstu notkun orðsins „hardcore“ í sambandi við pönk tónlist.

Sagt er að smáplatan „Out of vogue“ (1978) með hljómsveitinni Middle Class hafi verið fyrst sinnar tegundar, en eins og oft er, þá vilja plötu-grúskarar sjaldnast sættast á eitt, og eru því ýmsar aðrar skífur teknar til greina (s.s. Train of Doomsday (1968) smáskífan með hollensku hljómsveitinni Sounds of Imker).

Fyrsta opinbera notkun orðsins „hardcore“ er talin vera í tónlistarumfjöllun tímaritsins Newsbeat um hljómsveitina The Mob árið 1981, en mjög líklegt er að orðið hafi verið notað í talmáli löngu fyrr.

Harðkjarnapönk er sterkt enn í dag, en áherslur hafa breyst þónokkuð með tíðaranda. Margir undirflokkar hafa orðið til undir harðkjarnapönki, meðal annars lagrænt harðkjarnapönk, málmkjarni (metalcore), síð-harðkjarni, þreskjukjarni og fjölmargt fleira. Harðkjarnapönk er spilað í ótrúlegustu heimshornum, en nú til dags er það til dæmis mjög vinsælt í Japan, Kína, Brasilíu og Póllandi.

Mikilvægar harðkjarnapönk hljómsveitir[breyta | breyta frumkóða]

Bad Brains[breyta | breyta frumkóða]

Bad Brains frá Washington, DC eru af mörgum taldir vera brautryðjendur harðkjarnapönks í þeim skilningi að þeir voru fyrstir til að öðlast nógu stóran fylgendahóp til að smita út frá sér. Ekki leið á löngu þar til upp var sprottinn fjöldinn allur af Bad Brains eftirhermu grúppum, og varla er til harðkjarnapönk hljómsveit frá þessum tíma sem ekki hefur orðið fyrir áhrifum frá Bad Brains. Það sem einkenndi þá var einstakur hljómur, en plötur þeirra voru oftar en ekki blanda af harðkjarnapönk lögum við vönduð reggea lög. Bad Brains gáfu út þrjár stúdíó plötur innan pönk geirans, og eru þær taldnar hápunktur ferils þeirra. Síðar gáfu þeir út þónokkrar plötur hjá stórútgáfufyrirtækjum líkt og Caroline Records, Maverick Records og Epic Records, en þær leggja meiri áherslu á fönk, reggí og þungarokk. Meðlimir Bad Brains voru allir heittrúaðir Rastafari-ar.

Minor Threat[breyta | breyta frumkóða]

Minor Threat, einnig frá Washington, DC, er ein af mikilvægari sveitum hardcore pönks, og hefur haft langvarandi og marktæk áhrif á tónlistarheiminn yfir höfuð. Plötur þeirra (Þrjár smáskífur og ein breiðskífa) eru allar taldar hornsteinar í sögu harðkjarnapönks, bæði fyrir hugmyndaríkar og góðar lagasmíðar, og furðu vandaða texta. Eftir að hljómsveitin leystist upp árið 1983, héldu flestir meðlimir hennar áfram í önnur tónlistarverkefni sem síðar mótuðu harðkjarnapönk, emo og indie tónlist á stórbrotinn hátt. Minor Threat voru fánaberar hinnar svokölluðu Straight Edge hreyfingar, en hún snýst um að bera virðingu fyrir líkama sínum og að deyfa hann ekki með áfengi, fíkniefnum eða lauslæti/ólífi.

Black Flag[breyta | breyta frumkóða]

Hljómsveitin var stofnuð árið 1976. Þrátt fyrir að hætta spila harðkjarnapönk eftir Damaged, þá eru þeir oft taldir besta hardcore pönk sveit allra tíma. Allar plötur eftir Damaged hafa haft stór áhrif á grunge hreyfinguna ( My War, Slip it In, Family Man, Loose Nut, In my Head ).

Listi þekktra hardcore pönk hljómsveita[breyta | breyta frumkóða]

Íslenskar harðkjarnpönkhljómsveitir eru meðal annars:

Listi af íslenskum dreifingum harðkjarnapönks[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

American Hardcore: A Tribal History (Steven Blush, Feral House útgáfan, 2001)