Fara í innihald

Indítónlist

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Indie)

Indítónlist (oftast aðeins kölluð indí) er tónlist sem rekin er sjálfstætt óháð stærri plötuútgáfum og hefur þróast út í ýmsar stefnur. Upphaf hennar má rekja til allt að 3. áratug 20. aldar.

Enska hugtakið „indie“, sem er stytting á orðinu „independent“, hefur verið notað í langan tíma til að lýsa tónlistarmönnum og hljómsveitum sem reiða sig á óháð plötufyrirtæki, oft sín eigin plötufyrirtæki. Á 9. áratugnum voru plötufyrirtæki að verða stærri og stærri og höfðu fyrirtækin svo mikil völd að þessi minni, sjálfreknu fyrirtæki áttu erfiðara fyrir.

Á árum áður var mun erfiðara fyrir hljómsveitir að koma sér á framfæri og plaköt, útvarpið og geisladiskar voru notað til auglýsinga og hlustunar. En nú reiða þessar indíhljómsveitir og sjálfreknu plötufyrirtækin mikið á internetið. Internetið er hagkvæm leið til að auglýsa hljómsveitirnar, tónlistarmennina, ný lög, nýjar plötur og svo framvegis.

Indírokk er ekki með mjög hefðbundið hljóð. Textarnir eru oft á tíðum mjög tilfinninganæmir og þeir ná ekki alltaf til stórra hópa líkt og aðrar tónlistarstefnur. Indírokk og alternative-rokk eru tvær tónlistarstefnur sem eru með hvað líkasta hljóðið. En er Nirvana byrjuðu að slá í gegnum rétt eftir 1990 skiptust þessar tvær tónlistarstefnur í tvær greinar.

Indípop er undirgrein indírokksins. Indípopp er hávaðaminna og auðveldara til hlustunar. Indírokkið og indípoppið eru bæði undir þessum D.I.Y-link stíl. Orðið „indie“ hafði verið notað í nokkurn tíma áður en indie-poppið varð að ákveðinni stefnu. Árið 1986 kom út kasetta með samansafni af lögum sem voru vinsæl í þá tíð og var einkenni laganna gítarglamur og melódísk popp lög með miklum takti. Indie-poppið var þá skilgreint sem sú stefna sem hún er í dag. Á þeim tímum sem indie-poppið náði fótfestu var áberandi hversu ólík stefna fólksins sem aðhylltist indípoppið var frá kynslóðinni áður, það er að segja rokkurum og pönkurum. Rokkið bjó yfir kynþokka og tísku en indípoppararnir skáru sig úr heildinni og voru einnig áberandi venjuleg þegar kom að klæðaburði. Hljóðfæri hvaðanæva voru notuð, svo lengi sem það kom ágætis tónn út úr glamrinu virkaði það. Hvítu miðstéttarkrakkarnir gátu nú notið sín með hvaða hljóðfæri sem þeim lysti. Tískan var einnig frábrugðin kynslóðarinnar á undan. Pönkararnir voru þekktir fyrir grimman og áberandi klæðnað en nú voru föt indípopparanna venjuleg, hversdagsleg, ekki með neinn sérstakan brag yfir sér. Þessir indípopparar voru klædd í fábrotin föt, með óáberandi sýningar og með krúttlegan stimpil á sér.

Indífolk er lítil undirgrein indírokksins sem er undir miklum áhrifum þjóðlagatónlistar, kántrí og indírokksins. Indie-folkið er mun nýrra af nálinni heldur en hinar tvær gerðirnar, þ.e. indírokk og indípopp.

Iceland Airwaves er hátíð þar sem margar indí-hljómsveitir koma fram.

Vísindavefur - Hvað er indí-tónlist?

  • Fyrirmynd greinarinnar var „List of indie pop artists“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. febrúar 2012.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Indie Pop“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. febrúar 2012.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „DIY ethic“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. febrúar 2012.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „C86 (album)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. febrúar 2012.
  • „Indie Pop“. Sótt 23.febrúar 2012.
  • „If it's cool, creative and different, it's indie“. Sótt 23.febrúar 2012.
  • „Indie Folk“. Sótt 16.febrúar 2012.
  • „Arts Funding For Whom?“. Sótt 14.febrúar 2012.