Rastafari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Eþíópíu 1941–1974

Rastafari hreyfingin er átrúnaður sem á rætur sínar að rekja til Afríku og Jamaíka á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar. Rastafari fylgjendur tigna Haile Selassie I fyrrum keisara Eþíópíu sem Jah Rastafari en nafn hans þýðir „kraftur þrenningarinnar“ og trúa þar með að hann sé hluti af spádómum og sögu Biblíunnar um hið konunglega hús Davíðs og trúa á einingu Guðs og manns í honum og Kristi og öllum sem tengjast hinum heilaga anda Guðs í eigin innra lífi. Halie Selassie lagði áherslu á að virða trú annarra og lifa í friði með þeim sem hafa aðra trú eins og hægt er. En sjálfur var hann kristinn og tilheyrði eþíópísku rétttrúnaðarkirkjunni. Í hugmyndafræði rastafari-trúarinnar er hann hluti af guðdóminum sem konungur eins og Jesús er hluti af þrenningunni sem sonur Guðs ásamt öllum þeim sem tilheyra sköpun Guðs. Stundum er hann þá nefndur sem annaðhvort endurkoma Jesú eða Guð almáttugur. En rastafari er mjög einstaklingsbundin hreyfing sem rúmar margar greinar og skoðanir. En viðhorf rasta er mjög tengt persónulegu lífi og persónulegum tengslum við Guð. Fylgjendur rastafari kalla sig oftast rasta eða rastafari. Stundum er þessi átrúnaður kallaður rastafarianismi en flestir rastar telja það niðrandi. Rastafari byggist að stórum hluta á abrahamísku trúarbrögðunum. En átrúnaðurinn kemur frá löndum þar sem að kristni er í ráðandi meirihluti og er rastafari ákveðin þróun á kristindómi og gyðingdómi með viðbættum áhrifum frá Afríku og Karíbahafinu. Á seinni hluta tuttugustu aldarinnar hefur rastafari dreifst um allan heim enda er hreyfingin ekki bundin við, kyn eða kynþátt, kynhneigð, þjóðerni, stétt né stöðu eða bókstaflegri túlkun á ritningum og vísa í ræður Selassie I sjálfs því til stuðnings en rastafari boðar sig með þeim sem eru rastar og oft eða mikið með aðstoð reggí tónlistar. En eins og áður hefur verið sagt er að persónuleg túlkun er mikilvæg fyrir rastafari-hreyfinguna og hefur eigin upplifun, Jah Rastafari, frið, kærleik (One Love) og virðingu sem leiðarljós.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Leonard Percival „Gong“ Howell var af mörgum kallaður fyrsti rastafarinn en hann stofnaði þennan átrúnað eftir að hafa séð áhrif heimsveldastefnunnar á íbúa Jamaíku sem að þrátt fyrir að vera frjálsir héldu samt áfram að vinna í þeim vinnum sem þeir unni sem þrælar fyrir mjög lítinn pening. Mikið af farsóttum geisuðu þar sem að heimsóknir til lækna voru dýrari en flestir gátu borgað. Var þetta þess valdandi að margir lifðu við mikla fátækt og sorg. Hann ferðaðist um sveitir Jamaíku og predikaði boðskap sinn sem að náði fljótt að heilla marga. Boðskapurinn heillaði marga þar sem að hann boðaði sameiningu svarta mannsins gegn hvíta fólkinu. Sameinast átti undir fána Eþíópíu þar sem að konungur konunganna réði. En samkvæmt bók hans The Promised key boðaði hann hatur gegn hvíta kynstofninum, fullkomna yfirburði svarta kynstofnsins, hefnd gegn hvíta fólkinu út af illsku þeirra; hafna átti ríkisvaldinu á Jamaíka og undirbúa að fara aftur til Afríku og viðurkenna Haile Selassie sem yfirnáttúrulegan einstakling og konung konunganna. Á seinni hluta tuttugustu aldarinnar fór réttindabarátta svartra á fullt. Var þetta þess valdandi að mikið af fólki tóku upp rastafari. Einnig með tilkomu reggí tónlistar komust margir í kynni við rastafari þar sem að tónlistarmenn eins og Bob Marley og Peter Tosh boðuðu rastafari í lögum sínum en einnig var mikil hvatning til svarta kynstofnsins að standa upp gegn hvítum, eða þeim sem kúga fólkið "Down with white and black Downpressors " Það er niður með svarta eða hvíta kúgara.Það hefur verið bent á að þetta beinist ekki endilega að hvítum bara heldur þeim sem kúga fólkið sama hvort þeir séu svartir eða hvítir eða annað. Á seinni tímum hafa bæst í hóp Rastafari hreyfinguna fólk af öllum þjóðum og er staðið mjög gegn kynþátta hatri í hreyfingunni nú til dags , eins og sjálfur Haile Selassie I boðaði í ræðum og lífi sínu.

Haile Selassie[breyta | breyta frumkóða]

Haile Selassie

Haile Selassie var keisari Eþíópíu frá 1930 til 1974. Hann fæddist 23. júlí árið 1892 sem Tafari Makonen Woldemikael og dó þann 27. ágúst 1975. Þegar hann var krýndur keisari árið 1930 tók hann nafnið Haile Selassie sem þýðir „máttur hinnar heilögu þrenningar“. Við krýningu Haile Selassie tók hann við titlunum „ljónið af Júdah, konungur konunga, drottinn drottna og hinn útvaldi af Guði“ og töldu margir fátækir íbúar Jamaíku að þarna væri kominn einhver sem uppfyllti spádóma Opinberunarbókar Jóhannesar. Keisarafjölskylda Eþíópíu hefur lengi haldið því fram að meðlimir hennar séu afkomendur Salómons konungs og drottningarinnar af Saba en hún á að hafa orðið ólétt og eignast soninn Menilik, fyrsta keisara Eþíópíu, með Salómon samkvæmt Kebra Negas, bók hinna eþíópísku konunga og rastafari-hreyfingarinnar. Saba er talin vera annaðhvort þar sem Jemen er í dag eða Eþíópía. Af þessari ástæðu telja margir rastar að íbúar Afríku og afkomendur þeirra séu sönn börn Ísraels. Sjálfur var Haile Selassie arftaki konungsdæmisins í Eþíópíu og tengja allir rastar hann við einkenni og staðfestingu á spádómum kristinnar trúar í boðskap ritninga kristinna manna, enda er hann mjög mikilvægur eins og Jesús og fleiri í keðju heilagrar þrenningar.

Sjálfur sagðist Haile Selassie einfaldlega vera maður og að maður eigi ekki að dýrka mann en guðstrú rasta-hreyfingarinnar er mjög mannleg í eðli sínu. Tenging við Guð er samkvæmt henni hér og nú.

Boðskapur[breyta | breyta frumkóða]

Trúarlífsskoðanir Rastafari-hreyfingarinnar eiga rætur í kristni og hafa verið fyrir áhrifum af ýmsum öðrum trúarhreyfingum. Frelsi er þar mikilvægt í persónulegri túlkun. Það fer eftir hugarfari og lífstíl hvers og eins hvernig maður tengist eða staðsetur sig í þessum veruleika hvoru megin maður er. Áhersla er lögð á endurlausn frá óréttlæti, réttlæti, kærleika og virðingu fyrir sjálfum sér, Jah og öðrum.

Rastafari er hreyfing með ýmsar greinar og skoðanir og er oft eingyðistrú sem að gengur út á að tilbiðja og treysta á Guð sem að þeir kalla Jah en það kemur af orðinu Jahve eða Jehova. Jah kemur fyrir í sálmi 68:4 í Biblíu Jakobs konungs. Rastar telja Jah vera samblöndu af hinni heilögu þrenningu en það eru faðirinn, sonurinn og hinn heilagi andi. Telja flestir Rastafarar Haile Selassie vera annað hvort Jesú eða Guðs endurborinn. En samkvæmt Leonard Howell var Haile Selassie I vera réttborinn konungur heimsins.

Þeir sem aðhyllast rastafari telja Zíon (það er oft hugsað sem Afríka þá aðallega Eþíópíu) vera fyrirheitna landið, en Zíon er einnig andlegur bústaður Guðs sem trúaðir hafa aðgang að sama hvar maður er. það er fyrirheitna landið. Til að geta fengið það þurfa þeir að hafna óréttlæti og kúgun sem sumir kalla vestræna hugsun og menningu. Babýlon er í huga rasta óréttlæti og kúgun í pólitík eða öðru hvar sem hana er að finna en ekki endilega eða einungis hinn vestræni heimur , en í Biblíunni er minnst á Babýlon sem heimili óréttlætis. Margir telja vesturlöndin óréttlát út af því að þau hafa haldið hinum venjulega íbúa Afríku og annarra niðri. [1]

Binghi er ákveðin hátíð sem að Niyabinghi og aðrir Rastar halda. Hún felur í sér það að singja, dansa, borða og reykja kannabis. Á þessum tyllidögum þeirra þá fara þeir með litla bæn sem svipar til faðirvorsins einnig fara þeir einnig með litla bæn áður en þeir kveikja í pípunni. Þessi hátið er haldin á nokkrum mismunandi dögum en allir hafa þeir eitthvert mikilvægi annað en að binghi sé haldið.

Ljónið af ættkvísl Júdeu hefur oft verið tengt við rastafari en það er tilvísun í að Haile Selassie komi af Salómon konungi sem að var af ættkvísl Júdeu. Einnig kemur það fyrir í endurkomu Messíasar en ekki er vitað hvort það séu einhver tengsl á milli ættar Salómons og endurkomu Jesú.

Kannabisneysla[breyta | breyta frumkóða]

Kannabis hefur lengi verið tengt við rastafari. Rastar telja kannabis geta komið sér í betri tengsl við hina andlegu hlið trúarinnar og aðstoði sig í því að skilja boðskapinn betur. Einnig telja þeir að kannabis hreinsi sálu og líkama og veitir sæluvímu. Biblíulestur fylgir oft reykingunum. Það er líka notað á tyllidögum. Telja rastar að bæði opinberunarbók Jóhannesar og fyrsta Mósebók renna stoðir undir neyslu kannabis. Einnig eru aðrir partar sem einnig styrkja mál þeirra. Sagt er að fyrsta plantan sem spratt upp á gröf Sólomons konungs hafi verið kannabis.Hins vegar eru einnig margir sem telja kannabis ekki nauðsynlega og hafna henni jafnvel þótt að hún sé nokkuð almennt notuð. Margir sem hafa notað kannabis hafa sagt skilið við kannabis neyslu en eru samt Rastafari trúar. Rastafari skilyrðast ekki við kannabisreykingar eins og haldið er fram af sumum.

Margir iðkendur rastafari velja og leggja áherslu á „Ital“ mataræði, sem er nokkurs konar vegan, hráfæði eða grænmetisætu fæðuval. En margir sem fylgja hreyfingunni borða samt fisk og kjöt. „Eat and drink in your own way“ eða „To each his own“ eins og sagt er. Menntun, frelsi og skynsemi er leiðarljós í rastahreyfingunni.[2] [3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Leonard Percival, The Promised Key.
  2. http://www.cannabisculture.com/content/rastafari-secret-history-marijuana-religion
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. desember 2013. Sótt 14. október 2013.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]