Nökkvi Elíasson
Útlit
Erlingur Nökkvi Elíasson (fæddur 2. desember 1966) er íslenskur ljósmyndari sem hefur að mestu leyti einbeitt sér að svart/hvítum ljósmyndum af eyðibýlum og öðrum yfirgefnum mannvirkjum, eins og sjá má í bók hans er nefnist einfaldlega Eyðibýli og kom út árið 2005.
Nökkvi hefur haldið tvær sýningar á verkum sínum. Annars vegar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og svo hins vegar í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði.
Nökkvi er sonur Elíasar Halldórssonar myndlistarmanns og bróðir Gyrðis Elíassonar rithöfundar og Sigurlaugar Elíassonar ljóðskálds og myndlistarmanns.